Þessar hugleiðingar fóru í taugarnar á hagfræðingnum Ólafi Arnarssyni, sem mér skilst að sé einn stofnandi hópsins. Hann kallaði mig rassálf og spammara á meðan aðrir sökuðu mig um að styðja auðvaldið, að vera skuldlaus (sem hljómaði eins og glæpur) og að hafa hagnast á rányrkjunni. Varla þarf að taka fram að ég er saklaus af þessu öllu. Ólafur tók sig svo til og eyddi spurningu minni og þeirri umræðu sem hafði skapast um hana. Þetta kalla ég ritskoðun á háu stigi.
Ritskoðun
“Jón Ásgeir hafði samband og biður um að frétt sé eytt”
Ágæt grein Magnúsar Halldórssonar, viðskiptafréttastjóra Stöðvar 2 og Vísis, vekur upp gamlar minningar. Það er full ástæða til að taka undir áhyggjur Magnúsar. Langflestir blaðamenn láta ekki ritskoða sig með beinum hætti en töluverð hætta er á sjálfsritskoðun. Eitt...
Óskaði formaður Flokksins eftir ritskoðun?
Nú hefur Hreinn Loftsson, sem er aðaleigandi DV, fullyrt í eigin fjölmiðli að Bjarni Ben, formaður Flokksins, hafi óskað eftir ritskoðun um mál sem tengjast honum. Bjarni neitar þessu eins og búast mátti við. Hann viðurkennir þó að hafa hringt í eiganda DV til að...
Ekki fyrsta ritskoðunin
Jón Bjarki Magnússon, fyrrverandi blaðamaður á DV, hefur nú sagt frá reynslu sinni af ritskoðun. Á Jón Bjarki hrós skilið fyrir að segja frá þessari reynslu opinberlega. Ritskoðun þrífst fyrst og fremst í skjóli starfsmanna fjölmiðla sem þora ekki að segja frá. Þetta...
Slúðurkenndar umsagnir Reynis
Reynir Traustason, blaðamaður á Fréttablaðinu, mætti Andrési Magnússyni í Ísland í bítið á Stöð 2 í morgun til að ræða pistil Andrésar, sem var birtur í Morgunblaðinu í morgun, um meinta ritskoðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á ritum sínum. Reynir sagði umfjöllun...
Ritskoðun og eignarhald á fjölmiðlum
Andrés Magnússon skrifar áhugaverðan pistil í Morgunblaðið í morgun þar sem hann fjallar um meint afskipti Jóns Ásgeirs Jóhannessonar af fréttamiðlum sínum. Ólíkt Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, gerir Andrés tilraun til að rökstyðja þá skoðun sína að Fréttablaðið og...
Áfram um ritskoðun
Steingrímur Ólafsson á www.frettir.com fjallar um grein mína frá því í gær þar sem ég segi frá ritskoðun sem átti sér stað á www.visir.is á meðan ég starfaði þar. Að gefnu tilefni skal það tekið skýrt fram að ég var ekki eina vitnið að þessari ritskoðun. Fréttir...
Er Fréttablaðið ritskoðað?
Áhugaverð umræða var í Íslandi í dag í gærkvöldi vegna hugsanlegra kaupa eigenda Fréttablaðsins á hinu gjaldþrota DV. Margir hafa áhyggjur af því að eignarhald fjölmiðla sé að færast á of fáar hendur hér á landi. Mörg dæmi eru um það víðs vegar um heiminn að eigendur...
Ritskoðun fjölmiðla
Afskipti eigenda Stöðvar 2 af fréttum stöðvarinnar hafa mikið verið rædd undanfarna daga (I - II - III - IV). Margir halda eflaust að eigendur skipti sér alls ekki af fréttum fjölmiðla sinna. Dæmin sýna annað. Undirritaður kannast í það minnsta við ritskoðun af þessu...