Ég fékk óvænta gjöf í gær. Nýjasta tölublað af Tímariti kristilegs félags heilbrigðisstétta. Ég vissi ekki að þetta félag væri til en það hefur víst verið starfandi frá 1978. Af einskærri forvitni las ég blaðið í gegn. Í því er að finna almenna umfjöllun um trú,...
Ríki og trú
Ef ég væri biskup
Ef ég væri biskup væri dagur nótt og flóð fjara. En hvað um það? Ef ég væri biskup Þjóðkirkjunnar myndi ég leggja til að í það minnsta tíund sóknargjalda færi til góðgerðarmála að vali sóknarbarna. Þau sóknarbörn sem vildu ekki styðja góð mál með þessum hætti gætu...
Hvaða áhrif mun ný stjórnarskrá hafa á stöðu Þjóðkirkjunnar?
Það er hvorki sjálfsagt eða eðlilegt að ein kirkja, eitt trúfélag, njóti sérstakra forréttinda eða verndar í stjórnarskrá.
Stjórnarskráin okkar á að tryggja fullt trúfrelsi og jafnræði borgaranna óháð lífsskoðun þeirra.
Hlutverk stjórnarskráa almennt er einmitt að tryggja almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni.
Því er mikilvægt að fólk svari spurningu þrjú:
„Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?“ með því að merkja við NEI.
Hugleiðingar um kosningu um stjórnarskrá 20. október
Hér eru mínar hugleiðingar um komandi kosningu um tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Ég sat fund um komandi stjórnarskrárkosningu síðastliðinn laugardag í Iðnó. Nokkrir fulltrúar úr stjórnlagaráði fluttu erindi og voru þau öll áhugaverð og gagnleg....
Hugvekja Siðmenntar og áróður í Dómkirkjunni
Ég mætti á hugvekju Siðmenntar á Hótel borg í dag. Þar flutti Svanur Sigurbjörnsson fína ræðu um Heilbrigði þjóðar. Hvet fólk til að lesa ræðu Svans á vefsíðu Siðmenntar. Athyglisvert fannst mér að stuttu síðar var vígslubiskup með áróður í Dómkirkjunni. Í...
Mannréttindanefnd SÞ skammar íslensk stjórnvöld – lífsskoðunarfélögum mismunað
Það er í meira lagi undarlegt að ríkisvaldið sjái um að innheimta félagsgjöld fyrir sum lífsskoðunarfélög en ekki önnur. Persónulega tel ég að ríkið eigi ekki að skipta sér að trúmálum nema með því að tryggja rétt allra til tjáningarfrelsis og til að iðka sína trú. En...
Verður staða lífsskoðunarfélaga jöfnuð?
Innanríkisráðuneytið vinnur nú að frumvarpi að lögum sem eiga að jafna stöðu lífsskoðunarfélaga á Íslandi. Þetta kom fram í svari Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, við fyrirspurn Baldurs Þórhallssonar um stöðu lífsskoðunarfélaga. Þetta er fagnaðarefni. Ég hef...
Ekki áróður heldur SANNLEIKUR
Maður sem sagðist vera frá Gídeonfélaginu stoppaði mig á förnum vegi í gær. „Ég þarf að ræða við þig Sigurður“ sagði hann. „Við viljum að þú hættir að berjast gegn því að við Gídeonmenn fáum að gefa börnum Nýja Testamentið og boða SANNLEIKANN“ (Hann lagði mikla...
Aðskiljum ríki og kirkju – Hvatning til stjórnlagaráðs
Áskorun frá ýmsum félögum til stjórnlagaráðs: Við undirrituð hvetjum stjórnlagaráð að bera fram sérstaka tillögu um afnám 62. greinar stjórnarskrár Íslands og afnema þar með ákvæði um sérstaka vernd Þjóðkirkjunnar. Við teljum að stjórnarskrá Íslands eigi að tryggja...
Langflestir létu skrá sig utan trúfélaga
Hagstofan birti í dag nýjar tölur um trúfélagsaðild landsmanna. Fimm prósent landsmanna skrá sig nú utan trúfélaga sem er aukning um 1,4% frá því í fyrra. Langflestir (3.619) þeirra sem breyttu trúfélagsaðild sinni á síðasta ári skráðu sig utan trúfélaga. Mun...