Langflestir létu skrá sig utan trúfélaga

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

12/04/2011

12. 4. 2011

Hagstofan birti í dag nýjar tölur um trúfélagsaðild landsmanna.  Fimm prósent landsmanna skrá sig nú utan trúfélaga sem er aukning um 1,4% frá því í fyrra. Langflestir (3.619) þeirra sem breyttu trúfélagsaðild sinni á síðasta ári skráðu sig utan trúfélaga. Mun færri (960) skráðu sig í einhvern fríkirkjusafnaðanna þriggja. Þeir sem standa utan trúfélaga mynda […]

Hagstofan birti í dag nýjar tölur um trúfélagsaðild landsmanna.  Fimm prósent landsmanna skrá sig nú utan trúfélaga sem er aukning um 1,4% frá því í fyrra. Langflestir (3.619) þeirra sem breyttu trúfélagsaðild sinni á síðasta ári skráðu sig utan trúfélaga. Mun færri (960) skráðu sig í einhvern fríkirkjusafnaðanna þriggja.

Þeir sem standa utan trúfélaga mynda langstærsta hópinn fyrir utan Þjóðkirkjuna.

1. Þjóðkirkjan – 77,2%

2. Utan trúfélaga – 5,0%

3. Kaþólska kirkjan – 2,9%

4. Fríkirkjan í Reykjavík – 2,7%

5. Fríkirkjan í Hafnarfirði – 1,6%

6. Óháði söfnuðurinn – 1.0%

7. Hvítasunnukirkjan á Íslandi – 0,7%

8. Ásatrúarfélagið – 0,6%

Fjöldi þeirra sem er utan trúfélaga (5,0%) er töluvert meiri en samanlagður fjöldi þeirra sem eru í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, Óháða söfnuðinum, Hvítasunnukirkjunni á Íslandi og Ásatrúarfélaginu (Samtals 3,9%)

Hafa ber þetta í huga næst þegar talað er um þá sem eru ekki í skráðu trúfélagi sem einhvern jaðarhóp.

Deildu