Ef ég væri biskup

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

03/01/2013

3. 1. 2013

Ef ég væri biskup væri dagur nótt og flóð fjara. En hvað um það? Ef ég væri biskup Þjóðkirkjunnar myndi ég leggja til að í það minnsta tíund sóknargjalda færi til góðgerðarmála að vali sóknarbarna. Þau sóknarbörn sem vildu ekki styðja góð mál með þessum hætti gætu farið annað. Hvaða gagn er af skipulagðri trúarstarfsemi […]

dove-holy-spiritEf ég væri biskup væri dagur nótt og flóð fjara. En hvað um það?

Ef ég væri biskup Þjóðkirkjunnar myndi ég leggja til að í það minnsta tíund sóknargjalda færi til góðgerðarmála að vali sóknarbarna. Þau sóknarbörn sem vildu ekki styðja góð mál með þessum hætti gætu farið annað. Hvaða gagn er af skipulagðri trúarstarfsemi ef hana má ekki nýta til að hjálpa náunganum?

Svo myndi ég hvetja hjörð mína til að setja eitthvað lítilræði í söfnunarbaukinn til að hægt væri að halda uppi ágætlega öflugu kristilegu starfi á Íslandi. Jafnvel án þess að þurfa að betla af ríkisvaldinu.

En viti menn, ég er ekki biskup.

Deildu