Mannréttindanefnd SÞ skammar íslensk stjórnvöld – lífsskoðunarfélögum mismunað

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

07/09/2012

7. 9. 2012

Það er í meira lagi undarlegt að ríkisvaldið sjái um að innheimta félagsgjöld fyrir sum lífsskoðunarfélög en ekki önnur. Persónulega tel ég að ríkið eigi ekki að skipta sér að trúmálum nema með því að tryggja rétt allra til tjáningarfrelsis og til að iðka sína trú. En þar sem ríkið vill skipta sér af (og […]

Það er í meira lagi undarlegt að ríkisvaldið sjái um að innheimta félagsgjöld fyrir sum lífsskoðunarfélög en ekki önnur. Persónulega tel ég að ríkið eigi ekki að skipta sér að trúmálum nema með því að tryggja rétt allra til tjáningarfrelsis og til að iðka sína trú. En þar sem ríkið vill skipta sér af (og gríðarlega öflug hagsmunasamtök vilja hafa það þannig áfram) þá verður hið opinbera að styðja alla jafnt. Þar með talin veraldleg lífsskoðunarfélög eins og Siðmennt. Svo eiga þeir sem vilja ekki tilheyra neinu lífsskoðunarfélagi auðvitað ekki að borga neitt. Hvort sem það er beint eða í gegnum skattkerfið.

Fjallað er um málið á vef Morgunblaðsins í dag.

Deildu