Ekki áróður heldur SANNLEIKUR

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

26/06/2011

26. 6. 2011

Maður sem sagðist vera frá Gídeonfélaginu stoppaði mig á förnum vegi í gær. „Ég þarf að ræða við þig Sigurður“ sagði hann. „Við viljum að þú hættir að berjast gegn því að við Gídeonmenn fáum að gefa börnum Nýja Testamentið og boða SANNLEIKANN“ (Hann lagði mikla áherslu orðið). Ég benti honum á að hann mætti […]

Maður sem sagðist vera frá Gídeonfélaginu stoppaði mig á förnum vegi í gær. „Ég þarf að ræða við þig Sigurður“ sagði hann. „Við viljum að þú hættir að berjast gegn því að við Gídeonmenn fáum að gefa börnum Nýja Testamentið og boða SANNLEIKANN (Hann lagði mikla áherslu orðið).

Ég benti honum á að hann mætti gefa börnum NT og boða trú sína eins og honum sýndist. Bara ekki í opinberum skólum. Hér væri skólaskylda og því óviðeigandi að eitt trúfélag væri með slíkan áróður og trúboð í skólum.

Maðurinn svaraði því til að þetta væri enginn áróður. Þetta væri SANNLEIKURINN. Allt væri satt sem væri í Biblíunni og börn þyrftu að vita það og því YRÐU Gídeonmenn að ná til allra barna í grunnskólunum.

SHG: „Þetta er einmitt ein helsta ástæðan fyrir því að ég vil ekki sjá ykkur í opinberum grunnskólum. Þið eruð með trúboð og fullyrðið að ykkar trú ein boði SANNLEIKANN“.

Gídeonmaðurinn: „Já en þetta ER SANNLEIKURINN og allir verða að vita hann.“ Svo blaðraði hann eitthvað um það að múslímar og trúleysingjar væru ekki með sannleikann á hreinu, enda hafa þeir ekki lesið Biblíuna. Ef börnin hættu að fá NT frá Gídeonmönnum í grunnskólum yrði ekki hægt að „stoppa múslimana“.

Þetta hefði skelfilegar afleyðingar. Hann vissi persónulega um 17 börn (var mjög nákvæm tala hjá honum) sem hefðu leiðst út í dóp og svipt sig lífi af því þau þekktu ekki SANNLEIKANN.

Ég hafði ekki tíma í að hlusta á þetta lengur. Brosti til hans og bað hann vel að lifa og fór svo á tónleika, sannfærðari en nokkru sinni fyrr um að Gídeonfélagið á ekkert erindi í skóla landsins.

 

Deildu