Verður staða lífsskoðunarfélaga jöfnuð?

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

17/09/2011

17. 9. 2011

Innanríkisráðuneytið vinnur nú að frumvarpi að lögum sem eiga að jafna stöðu lífsskoðunarfélaga á Íslandi. Þetta kom fram í svari Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, við fyrirspurn Baldurs Þórhallssonar um stöðu lífsskoðunarfélaga. Þetta er fagnaðarefni. Ég hef reyndar alltaf verið þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi að skipta sér sem minnst að trúar- og lífsskoðunum fólks. Um […]

Innanríkisráðuneytið vinnur nú að frumvarpi að lögum sem eiga að jafna stöðu lífsskoðunarfélaga á Íslandi. Þetta kom fram í svari Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, við fyrirspurn Baldurs Þórhallssonar um stöðu lífsskoðunarfélaga. Þetta er fagnaðarefni. Ég hef reyndar alltaf verið þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi að skipta sér sem minnst að trúar- og lífsskoðunum fólks. Um leið tel ég að ef stjórnvöld ætla sér að styðja trúfélög og önnur lífsskoðunarfélög þá verði að vera jafnræði í slíkum stuðningi.

Nánar:

Úr trúfrelsisstefnu Siðmenntar:

„Stjórn Siðmenntar telur að markmið stjórnvalda eigi að vera að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur. Þess vegna verður að aðskilja ríki og kirkju. Aðskilnaður ríkis og kirkju felur m.a. í sér að jafna lagalega, fjárhagslega og félagslega stöðu þeirra hópa sem aðhyllast ólíkar lífsskoðanir. Öðruvísi verður trúfrelsi, og þar með frelsi einstaklingsins, ekki tryggt.“

Deildu