Þetta voru svartir dagar í sögu Íslands þegar lýðveldið okkar breyttist í alræðisríki.
Ljóst er að lögreglan og yfirvöld brutu lög í þessum aðgerðum. Markmið þeirra var ekki að vernda leiðtoga Alþýðuveldisins Kína gegn einhverju ofbeldi. Eina markmiðið var að koma í veg fyrir að hann tæki eftir mótmælendum. Aðalhlutverk lögreglunnar var að skyggja á mótmælendur auk þess sem stjórnvöld hnepptu fjölmarga Falun Gong liða í stofufangelsi í Reykjanesbæ.