Fullkomið siðrof

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

06/04/2016

6. 4. 2016

„Þetta var rosalega skemmtilegur dagur og flott flétta“ sagði Gunnlaugur Sigmundsson, faðir ennverandi forsætisráðherra, um klækjabrögð sonar síns í gær. Fleirum er skemmt því Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðerra, sagði að nú væru skemmtilegir tímar í pólitík á leið sinni á fund með Bjarna Ben í Valhöll í gær. Umræðuefni fundarins í Valhöll var að samþykkja […]

Mótmæli 4. apríl 2016„Þetta var rosalega skemmtilegur dagur og flott flétta“ sagði Gunnlaugur Sigmundsson, faðir ennverandi forsætisráðherra, um klækjabrögð sonar síns í gær. Fleirum er skemmt því Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðerra, sagði að nú væru skemmtilegir tímar í pólitík á leið sinni á fund með Bjarna Ben í Valhöll í gær.

Umræðuefni fundarins í Valhöll var að samþykkja „fléttu“ Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við af honum sem forsætisráðherra, reyndar bara tímabundið eins og síðar hefur komið í ljós. Sigmundur ætlar áfram að vera formaður Framsóknarflokksins.

Það er auðvitað merki um algera veruleikafirringu og fullkomið siðrof að nokkrum manni þyki eðlilegt að forsætisráðherra, sem hefur verið (næstum) hrakinn úr embætti fyrir spillingu,  velji sjálfur hver taki við af honum. Þannig „leikfléttur“ eru aðeins stundaðar opinskátt í alræðisríkjum og af fólki sem er skítsama um lýðræðið. Þessa leikfléttu virðist Sjálfstæðisflokkurinn þó ætla að samþykkja. Siðrofið er algert.

Ég treysti á að Íslendingar muni fjölmenna á Austurvöll í dag, enn og aftur, til að mótmæla siðleysinu og krefjast tafarlausrar afsagnar forsætisráðherra og að boðað verði til kosningar.

Deildu