Um mótmælaaðgerðir

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

16/07/2007

16. 7. 2007

Ég velti því stundum fyrir mér eðli mótmælaaðgerða. Af hverju eru vinstri menn svona duglegir að fara í körfugöngur gegn umhverfisspjöllum og við að hlekkja sig við gröfur og aðrar vinnuvélar? Af hverju leggja hægri menn það á sig reglulega að hlekkja sig við skattframtöl og hindra frelsi almenning til að hnýsast um skattframlag samborgara […]

Ég velti því stundum fyrir mér eðli mótmælaaðgerða. Af hverju eru vinstri menn svona duglegir að fara í körfugöngur gegn umhverfisspjöllum og við að hlekkja sig við gröfur og aðrar vinnuvélar? Af hverju leggja hægri menn það á sig reglulega að hlekkja sig við skattframtöl og hindra frelsi almenning til að hnýsast um skattframlag samborgara sinna?

Nú get ég alveg skilið andstöðu fólks við náttúruspjöll og ég hef samúð með þeirri skoðun að tekjur einstaklinga eigi að vera einkamál. Það sem ég skil ekki er að nokkrum manni þyki þessi mál vera þess eðlis að nauðsynlegt sé að fara í rótækar mótmælaaðgerðir. Fyrir mér er svo margt alvarlegra í okkar samfélagi.


Af hverju eru nánast engin fjöldamótmæli gegn aðbúnaði aldraðra á Íslandi. Af hverju eru ekki reglulega skrílslæti á götum úti til að mótmæla biðlistum hjá Barna og unglingageðdeild? Af hverju hlekkjar enginn sig við anddyri fjármálaráðuneytisins til að mótmæla óráðsíu stjórnvalda? Hvar eru öll mótmælin í Kringlunni (musteri Mammons) gegn fátækt barna og skorti á tannlæknaþjónustu?

Með öðrum orðum velti ég því fyrir mér hvers vegna sum mál (umhverfismál og skattframtöl) vekja upp gífurlegar tilfinningar og viðbrögð á meðan önnur mál (sem ég tel í það minnsta jafn mikilvæg) virðast ekki hafa nein sérstök áhrif á atvinnumótmælendur Íslands. Hefur einhver svör við þessu?

Deildu