Jafnaðarmenn vilja að öll nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sé gjaldfrjáls með öllu. Sjúklingar eiga ekki að þurfa að taka upp veskið þegar þeir fara til læknis eða leysa út nauðsynleg lyf. Nauðsynleg tannlæknaþjónusta og sálfræðiþjónusta á að sjálfsögðu einnig að vera...
Heilbrigðismál
Sjúklingar eru frekir iðjuleysingjar en slá þarf skjaldborg um útgerðina
Höfum eitt á hreinu. Framundan er hörð hagsmunabarátta milli þeirra sem eiga og þeirra sem eiga lítið eða ekkert. Milli sérhagsmunaafla og venjulegs fólks. Núverandi stjórnarflokkar stunda grímulausa sérhagsmunabaráttu fyrir hönd stóreignamanna og stórfyrirtækja á...
Brynjar Níelsson og Sigurður Hólm ræða um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu (Harmageddon)
Ég mætti Brynjari Níelssyni í Harmageddon og ræddi við hann meðal annars um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og forgangsröðun í útgjöldum ríkisins.
Viðtal við Sigurð Hólm og Hrund Þrándardóttur um geðheilbrigðismál í Morgunútvarpi Rásar 2 þann 8. ágúst 2016.
Geðveikur kostnaður í sjúku heilbrigðiskerfi
Mér finnst það vera skylda mín að tjá mig aðeins um andleg veikindi og heilbrigðiskerfið hér á Íslandi. Í einu ríkasta landi heims býr almenningur við heilbrigðiskerfi sem er að hruni komið og gjaldtöku sem margir ráða ekki við. Á þetta ekki síst við um...
Apótekinu er skítsama um þig!
Sala apóteka á kuklvörum ætti ekki að koma neinum á óvart enda hafa apótek selt kukl í mörg ár. Samkvæmt frétt RÚV líta apótekarar á það „alvarlegum augum að lyfsali hafi selt svonefnt nanóvatn í apóteki, ekkert leyfi var fyrir framleiðslunni.“ Enn fremur segir...
Málþing um líknardauða (Myndband)
Siðmennt hélt afskaplega áhugavert málþing um líknardauða síðastliðinn fimmtudag. Markmiðið var að fjalla um þetta viðkvæma málefni út frá sjónarhóli heimspekinnar og út frá upplifun aðstandenda. Yfirskrift málþingsins var: „Að deyja með reisn – líknardauði”. Hægt er...
Má ég fá hjálp við að deyja? Hugleiðingar um líknardauða
Í stuttu máli er niðurstaða mín sú að lögleiðing líknardráps með skýrum skilyrðum ætti ekki að vera íþyngjandi fyrir aðra og hægt er að haga málum þannig að litlar líkur séu á misnotkun. Skýr lög myndu ekki hafa nein bein áhrif á þá sem eru, af trúarlegum eða siðferðilegum forsendum, á móti líknardauða.
Með því að bjóða upp á líknardauða með skýrum skilyrðum er verið að bjóða upp á mannúðlegan valkost fyrir þá sem kjósa af yfirlögðu ráði að deyja með reisn og á eigin forsendum.
Tannburstar, hjálmar og markaðsvæðing skólanna
Augljóslega er ekki hægt að stroka út öll vörumerki af vörum og enginn að biðja um það. Markmiðið með reglunum er greinilega það að reyna að koma í veg fyrir að grunn- og leikskólar breytist í markaðstorg þar sem hagsmunaaðilar og fyrirtæki hafa greiðan aðgang að börnum með óþarfa áróðri eða auglýsingum.
Ég minni á að ef fyrirtæki eiga nóg af peningum til að „gefa“ skólabörnum mikilvægar gjafir þá hafa sömu fyrirtæki líka efni á því að greiða örlítið hærri skatt svo við getum fjármagnað opinbera skóla betur. Mikilvæg starfsemi opinbera stofnanna á almennt að vera fjármögnuð með almannafé en ekki með gjöfum frá einkafyrirtækjum sem fela í sér auglýsingar og hagsmunaárekstra.
Á fólk að „gefa“ Landspítalanum skuldalækkun sína?
Nú er verið að skora á einstaklinga sem þurfa ekki á neinni „skuldaleiðréttingu“ að halda en fá hana samt til að „gefa“ Landspítalanum leiðréttinguna. Vissulega falleg hugsun en er því miður ekkert annað en brjáluð meðvirkni með kerfinu (rétt eins og hugmyndin um...