Einelti – Helvíti á Jörð
Einelti – helvíti á jörð er heimildarþáttur sem tekinn var upp árið 2002. Þátturinn var sýndur fyrst á RÚV í mars 2003 og síðar gefinn út af Námsgagnastofnun.
Formáli
Einelti í grunnskólum kemur okkur öllum við. Einelti getur haft mjög alvarleg og varanleg áhrif á þá sem lenda í því. Þegar foreldrar senda barn sitt í skólann treysta þau því að það sé í öruggu umhverfi. Markmiðið með þessum heimildarþætti er að varpa ljósi á einelti. Hvað veldur því, hvaða áhrif það hefur og hvað hugsanlega er hægt að gera til að draga úr því. Höfundar eru Kristbjörn H. Björnsson og Sigurður Hólm Gunnarsson.
Hugleiðingar um einelti sem hafa verið birtar á skodun.is.
Sjá einnig: www.skodun.is/tag/einelti
Sigurður Hólm Gunnarsson, einn framleiðanda þáttarins Einelti – helvíti á jörð, lenti í alvarlegu einelti í grunnskóla. Hér fyrir neðan má lesa nokkrar minningar hans.
Sjá einnig: www.skodun.is/tag/eineltisminningar
______
Frá því að þessi eineltissíða var opnuð (30. júní 2002) hafa margir haft samband við okkur.
Við fengum leyfi til að birta eftirfarandi frásagnir:
Hvað einkennir þolendur og gerendur eineltis?
Þolendur
Rannsóknir hafa leitt í ljós að nokkur sameiginleg einkenni þolenda, sem geta hugsanlega útskýrt af hverju sumir krakkar eru lagðir í einelti en ekki aðrir.
Börn sem verða fyrir einelti eiga það oft sameiginlegt að vera óöruggari, hræddari, hlédrægari, viðkvæmari, hæglátari, varkárari eða hæverskari en börn almennt. Einnig hefur komið í ljós að þessi börn eiga hlýrra og nánara samband við foreldra sína en önnur; þá sérstaklega við móður.
Einnig einkennir það þessi börn frekar en önnur að þau stríða ekki öðrum, eru ekki árásargjörn og eru í eðli sínu mótfallin ofbeldi og beita ógjarnan ofbeldi sjálf við lausn ágreinings.
Þó svo að gerendur útskýri eineltið oft með vísun í ýmis ytri einkenni þolenda hafa rannsóknir sýnt að þolendur eru yfirleitt ekki frábrugðnir öðrum krökkum í útliti. Eini marktæki munurinn er að þolendur eru yfirleitt líkamlega veikbyggðari en jafnaldrar þeirra.
Það skiptir ekki öllu máli hvers eðlis ofbeldið er. Hvort það er líkamlegt eða andlegt. Það sem er verst er ofbeldi sem á sér stað aftur og aftur þannig að þolendur lifa sjaldnast glaðan dag.
Einelti hefur sömu áhrif og annað ofbeldi. Fórnarlambið missir smátt allan þrótt, gleði og lífsvilja og kennir sjálfu sér jafnvel um hvernig komið er.
Þeir sem verða fyrir einelti eru því oft einmana og yfirgefnir í skólanum. Þeir hafa neikvæða sjálfsmynd og álíta sig heimska, mislukkaða og lítið aðlaðandi.
Hvernig er hægt að vita að einhver er lagður í einelti?
Stundum fara fórnarlömb eineltis leynt með aðstöðu sína og því er ekki alltaf augljóst að viðkomandi er lagður í einelti. Hér fyrir neðan eru nokkur algeng einkenni þeirra sem lenda í einelti:**
- Fórnarlambið neitar að segja frá því sem gerðist.
- Fórnarlambið fer inn í sig, byrjar að stama, missir sjálfstraust.
- Fórnarlambið byrjar að skrópa.
- Fórnarlambið hættir að sinna námi, fær slæmar einkunnir.
- Fórnarlambið byrjar að tala um að svipta sér líf, eða gerir tilraun til þess.
- Fórnarlambið er með sár, marbletti og klór sem það getur ekki útskýrt.
- Fórnarlambið verður óttaslegið, áhyggjufullt, missir matarlyst.
- Fórnarlambið gefur fráleita skýringar á þeim atriðum sem hér hafa verin talin upp.
*Notast er við upplýsingar úr bókinni ,,Einelti“ eftir Guðjón Ólafsson.
** Notast er við upplýsingar frá heimasíðunni Kidscape.org.uk.
Gerendur
Alltof margir leggja í einelti og getur eineltið ekki síður haft alverleg áhrif á gerendur. Samkvæmt rannsókn sem Dan Olweus framkvæmdi árið 1993 hafa 60% geranda sem náð hafa 24 aldri hlotið einn dóm eða fleiri, og 35-40% þeirra höfðu fengið þrjá eða fleiri dóma á þessum aldri.
Hvað einkennir gerendur?
Það sem einkennir þá sem leggja í einelti umfram önnur börn er árásarhneigð og jákvæð viðhorf til ofbeldis og ofbeldisverka. Þessir nemendur eru skapbráðir og vilja stjórna öðrum.
Öfugt við það sem oft hefur verið haldið fram af sálfræðingum og barnageðlæknum, að þessi nemendur séu í raun hræddir og óöruggir undir yfirborðinu, kemur í ljós við athuganir að þeir eru í meðallagi og yfir meðallagi öruggir með sig miðað við jafnaldra.
Þessir nemendur eru líklegri en aðrir til að lenda í útistöðum við kerfið á fullorðinsárum. Það virðist sem þessi börn hafa ekki fengið eins ákveðin skilaboð og önnur börn frá nánasta umhverfi sínu um muninn á réttu og röngu.
Það virðist einnig að þessi börn hafi þolað,,harðari“ uppeldisaðferðir af hálfu foreldra en börn almennt. Er hér meðal annars átti við beitingu líkamlegra refsinga og reiði.
En af hverju?
- Gerandinn hlýtur litla ögun heima fyrir.
- Gerandanum líður illa heima hjá sér.
- Gerandanum langar að vekja athygli á sér.
- Gerandinn sér veika hlið á fórnarlambinu og langar að nýta sér það.
- Gerandinn öfundar fórnarlambið að einhverju leyti.
- Gerandanum líður illa og langar að öðrum líður verr, en gagnstætt almennri trú þá er það sjaldnast raunin.
Taglhnýtingar
Oft er hópur taglhnýtinga með í því að kvelja aðra og eru þeir þá stundum virkir gerendur og stundum ekki. Þessir einstaklingar hafi ekki sömu einkenni og forystusauðirnir en dragast inn í atburðarrásina af ýmsum ástæðum. Einhverjir hafa ,,lent í“ gerandanum áður og halda að það sé betra að vera með honum en gegn. Önnur ástæða er sú að sumir taka gerendur sem fyrirmynd og halda að þetta sé töff og vilja því líkjast þeim.