Fyrirlestur um einelti í Húsaskóla

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

23/11/2002

23. 11. 2002

Í gær fór ég í Húsaskóla, í Grafarvoginum, þar sem ég hélt fyrirlestur um einelti fyrir nemendur í 8. bekk. Í fyrsta sinn sýndi ég hluta úr heimildarþættinum sem nú er að fullu tilbúinn. Viðtökurnar voru góðar og mér fannst flestir krakkarnir sýna þessu málefni mikinn áhuga. Hver fyrirlestur tók tæpan klukkutíma, en ég hélt […]

Í gær fór ég í Húsaskóla, í Grafarvoginum, þar sem ég hélt fyrirlestur um einelti fyrir nemendur í 8. bekk. Í fyrsta sinn sýndi ég hluta úr heimildarþættinum sem nú er að fullu tilbúinn. Viðtökurnar voru góðar og mér fannst flestir krakkarnir sýna þessu málefni mikinn áhuga.

Hver fyrirlestur tók tæpan klukkutíma, en ég hélt tvo í röð þar sem árganginum var skipt í tvennt. Ég vona bara að fyrirlesturinn hafi vakið krakkana upp til umhugsunar um einelti og alvarleika þess. Ef einhver ykkar lesa þetta þá þakka ég ykkur kærlega fyrir góðar viðtökur! Einnig ítreka ég að ykkur er meira en frjálst að senda mér póst, með spurningum, hugleiðingum eða með hverju sem liggur ykkur á hjarta.

Gleðifréttir bárust líka í dag þegar við fengum tilkynningu um að Íslandsbanki hafi ákveðið að styrkja verkefnið um 75 þúsund krónur. Þetta hefur verið mun dýrara og tímafrekara verkefni en við bjuggumst við og mun erfiðara að safna styrkjum. Því kemur þessi styrkur að góðum notum. Takk!

Deildu