Viðbrögð við útvarpsviðtali

Veggur (wall)
Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

10/09/2002

10. 9. 2002

Viðtalið í morgun gekk bara ágætlega. Ég var í loftinu í um 30 mínútur sem er nokkuð langur tími. Nokkrir sem heyrðu viðtalið hafa þegar haft samband við mig. Dósent við Kennaraháskólann á Akureyri hringdi í mig og bauð mér að halda fyrirlestur fyrir norðan. Móðir barna sem lent hafa í einelti hafði einnig samband […]

Viðtalið í morgun gekk bara ágætlega. Ég var í loftinu í um 30 mínútur sem er nokkuð langur tími. Nokkrir sem heyrðu viðtalið hafa þegar haft samband við mig. Dósent við Kennaraháskólann á Akureyri hringdi í mig og bauð mér að halda fyrirlestur fyrir norðan. Móðir barna sem lent hafa í einelti hafði einnig samband og ýmsir fleiri hafa sent mér tölvupóst.

Það er hreint frábært að fá svona jákvæð viðbrögð við því sem maður er að reyna að gera. Sérstaklega þótti mér vænt um að sjá það sem Kristín Aðalsteinsdóttir dósent skrifaði í gestabók þáttarins:

Var á hlusta á þig í útvarpinu. Mér fannst þú í raun segja allt um einelti sem hægt var að segja á þessum hálftíma sem ég sat hér fyrir utan hús í bílnum mínum og hlustaði á þig. Vildi ekki missa af neinu. Þetta vil ég að nemarnir mínir heyri. Þakka þér innilega fyrir.

Móðirin sem hafði samband vildi bara þakka mér fyrir umræðuna þar sem börnin hennar hafa lent í og eru að lenda í einelti. Hún sagði mér að dóttir hennar vildi alls ekki fara í skólann vegna eineltis og væri því heima. Hún sagði mér líka frá því að einu sinni hefði verið kveikt í buxum sonar síns og margt, margt fleira.

Það er í það minnsta augljóst að það er ekki vanþörf á umræðu um einelti í samfélaginu og átaki foreldra og yfirvalda til að koma í veg fyrir ofbeldi á skólalóðum landsins.

Sjá nánar:
www.skodun.is/einelti

Deildu