Að lokinni eineltisráðstefnu

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

26/10/2003

26. 10. 2003

Ég tók þátt í ráðstefnu um einelti sem haldin var í Lögbergi í gær á vegum Kristínar Vilhjálmsdóttur og Margrétar Birnu Auðunsdóttur, en þær eru báðar virkir þátttakendur í Eineltissamtökunum (sem eru sjálfshjálparsamtök þolenda eineltis). Ráðstefnan var ágæt og margir áhugaverðir fyrirlestrar fluttir. Eiga þær Kristín og Margrét Birna þakkir skildar fyrir framtak sitt. Nokkuð […]

Ég tók þátt í ráðstefnu um einelti sem haldin var í Lögbergi í gær á vegum Kristínar Vilhjálmsdóttur og Margrétar Birnu Auðunsdóttur, en þær eru báðar virkir þátttakendur í Eineltissamtökunum (sem eru sjálfshjálparsamtök þolenda eineltis). Ráðstefnan var ágæt og margir áhugaverðir fyrirlestrar fluttir. Eiga þær Kristín og Margrét Birna þakkir skildar fyrir framtak sitt. Nokkuð fjörugar pallborðsumræður áttu sér stað undir lok ráðstefnunnar og ljóst er að skiptar skoðanir eru á því hvaða aðferðum eigi að beita í baráttunni gegn einelti.

Sjálfur hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að vænlegasta aðferðin til að draga úr einelti sé sú að efla sjálfsvirðingu, öryggi og umburðarlyndi barna.

Að mínu mati orsakast einelti fyrst og fremst af feimni og skorti á samskiptahæfileikum. Því hef ég verið þeirrar skoðunar að taka eigi upp skipulagða kennslu í siðfræði og ekki síst mannlegum samskiptum í skólum.

Sjá nánar:
Orsök eineltis

Deildu