Grimmd – Sögur af einelti

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

03/05/2012

3. 5. 2012

Fór á heimildarmyndina The Bully Project („Grimmd – Sögur af einelti“ samkvæmt íslenskri þýðingu) í kvöld.  Þetta er hin ágætasta mynd sem hafði töluverð áhrif á mig. Ég felldi nokkur tár og fann fyrir reiði sem er svosem ekkert nýtt þegar kemur að umfjöllun um einelti. Það góða við þessa mynd er að hún vekur […]

Fór á heimildarmyndina The Bully Project („Grimmd – Sögur af einelti“ samkvæmt íslenskri þýðingu) í kvöld.  Þetta er hin ágætasta mynd sem hafði töluverð áhrif á mig. Ég felldi nokkur tár og fann fyrir reiði sem er svosem ekkert nýtt þegar kemur að umfjöllun um einelti.

Það góða við þessa mynd er að hún vekur athygli á einelti og fær fólk til að hugsa og taka afstöðu. Eins og alltaf þegar viðkvæm mál eru rædd örlar á tilfinningaklámi sem mér er illa við en kannski er það óhjákvæmilegt. Ofbeldi gagnvart börnum á að vekja upp tilfinningar. Það er hræðilegt að vita til þess að börn svipti sig lífi vegna eineltis. Margir eiga bágt með að trúa því að slíkt gerist og telja að alltaf þurfi eitthvað annað að hafa komið upp á. Í mörgum tilfellum er það líklegast raunin en ekki alltaf. Hvaða máli skiptir það svo þó að eineltinu sé aðeins að hluta til að kenna? Ekki neinu. Mörgum líður gríðarlega illa vegna eineltis og því verður að gera eitthvað í því. Sjálfur á ég yndislega fjölskyldu, marga góða kennara og átti gott heimili. Ég íhugaði sjálfsvíg oft. Ég átti mér líka fantasíur um að mæta í skólann með vopn og lúskra á samnemendum mínum. Sem betur fer var ég of hræddur til þess að láta ekki verkin tala.

Það sem ég set einna helst út á The Bully Project er að hún er svolítið bandarísk og á ekki að öllu leyti við íslenskan veruleika. Trúaráhrifin og fordómarnir gagnvart samkynhneigðum eru ekki eins miklir hér (vona ég). Hér er líka ólíklegt að börn skjóti sig eða aðra þar sem lítið er um byssueign.

Þar að auki fannst mér vanta góða umfjöllun um faglegar lausnir á eineltisvandanum. Hvað er hægt að gera til að vinna á einelti annað en að vekja athygli á því? Kannski var markmið myndarinnar fyrst og fremst að vekja athygli á vandanum? Það í sjálfu sér gott.

Um The Bully Project:
http://thebullyproject.com/

Nánari umfjöllun um einelti á skodun.is:
https://skodun.is/einelti/

Deildu