Styrktarsöfnun fyrir vinnuferð hjá Skammtímaheimili fyrir unglinga í Reykjavík

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

18/08/2012

18. 8. 2012

Kæru lesendur Mig langar að biðja ykkur um að styðja mig og minn starfstað, Skammtímaheimili fyrir unglinga, til að komast í náms- og starfsferð til Bandaríkjanna í október næstkomandi. Nánari upplýsingar um skammtímaheimilið og tilgang ferðarinnar má sjá hér fyrir neðan. Töluvert fjármagn vantar uppá til þess að allir starfsmenn geti komist í ferðina. Til að […]

Kæru lesendur

Mig langar að biðja ykkur um að styðja mig og minn starfstað, Skammtímaheimili fyrir unglinga, til að komast í náms- og starfsferð til Bandaríkjanna í október næstkomandi. Nánari upplýsingar um skammtímaheimilið og tilgang ferðarinnar má sjá hér fyrir neðan. Töluvert fjármagn vantar uppá til þess að allir starfsmenn geti komist í ferðina.

Til að fjármagna þessa ferð munum við starfsmenn selja eftirfarandi vörur:
1) WC Lúxus pappír 36 rúllur, 3gja laga. Verð: 4.000 krónur.

2) Eldhúsrúllur, 24 stk. Verð: 3.000 krónur.

3) Lakkrís, 400gr. Verð: 1.000 krónur.

4) Wc pappír 48 rúllur (ódýrari) Verð: 2.700 krónur.

5) Hljómsveitin Hitakútur gaf út disk fyrir 3 árum og hefur boðist til að gefa nokkra diska til söfnunarinnar. Verð: 500 krónur.

Til að panta sendu mér þá tölvupóst á siggi@skodun.is og tilgreindu hvað þú vilt kaupa og í hversu miklu magni. Öll hjálp er vel þegin. Panta má núna og borga 1. september ef það hentar.

Reikningsnúmer: 0114-15-630190
Kennitala: 030476-5819
Skýring: Hvað er verið að panta! Best að senda skýringu í tölvupósti.

Þið megið endilega áframsenda á vini, ættingja og fyrirtæki. Allir styrkir smáir sem stórir eru vel þegnir!

Kærar þakkir!
Sigurður Hólm Gunnarsson
Forstöðumaður á Skammtímaheimili fyrir unglinga í Reykjavík


Um skammtímaheimili fyrir unglinga og markmið ferðarinnar:
Skammtímaheimili fyrir unglinga er á vegum barnaverndar Reykjavíkur og opnaði í núverandi mynd sumarið 2010. Það frábæra starfsfólk sem vinnur með mér hefur lagt á sig mikla vinnu til að þróa hugmyndafræði staðarins og gífurlegar breytingar hafa orðið á þessum tveimur árum.

Á heimilið koma ungmenni 13 – 18 ára sem geta að einhverjum ástæðum ekki dvalið heima hjá sér. Þangað koma börn sem eru t.d. á leið í fóstur eða úr fóstri sem ekki hefur gengið upp. Börn sem hafa lokið meðferð eða bíða eftir því að komast í meðferð. Börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og eru að fá viðeigandi aðstoð. Börn sem glíma við ýmsa geðsjúkdóma og raskanir. Börn sem ekki geta dvalist á heimilum vegna aðstæðna heima fyrir eða hafa verið fjarlægð af heimili vegna eigin hegðunar. Á heimilið hafa einnig komið flóttabörn sem bíða frekari lausna.

Eins og sjá má er hópur barnanna sem kemur mjög fjölbreyttur. Skammtímaheimilið er eina úrræðið af þessu tagi á Íslandi. Til eru sambærileg heimili í Bandaríkjunum þar sem úrræði eru mun sérhæfðari. Þar er til dæmis heimili sem sérhæfir sig aðeins í þeim börnum sem eru á leið í fóstur en þau börn eru oft að koma úr mjög erfiðum aðstæðum heima fyrir og þurfa svo að takast á við nýjar aðstæður í fóstri og þurfa því góðan undirbúning og stuðning.
Okkur starfsmönnum langar að gera gott betur og geta veitt börnunum okkar bestu mögulegu þjónustu. Það gerum við meðal annars með því að auka þekkingu okkar á þessu sviði. Við höfum sótt ýmsa fræðslu hér á landi. Farið í kynnisferðir og sótt málstofur og fyrirlestra. Það er óþarfi að finna upp hjólið og mikilvægt að læra af öðrum sem hafa náð árangri á þessu sviði .

Því viljum við fara til Bandaríkjanna og kynna okkur eftirfarandi úrræði sem eru staðsett í Charlotte Norður Karólínu:

Alexander Childrens Home sem er úrræði fyrir börn sem eru haldin miklum tilfinningalegum erfileikum og eða glíma við alvarleg hegðunarvandamál.
Youth Villages sem er úrræði sem byggir á MST kerfinu sem við þekkjum svo vel. Þeir eru að ná góðum árangri eða allt að 84 %.
Stepping Stone Counseling sem er úrræði fyrir börn og unglinga sem glíma við áfengis og eða vímuefnavanda.

Einnig er það mikilvægt að starfshópurinn á heimilinu sé samstilltur þar sem að vissu leiti felst það í starfi okkar að sinna ákveðnu foreldrahlutverki gagnvart börnunum. Við höfum þurft að takast á við erfiðar aðstæður og þá skiptir stuðningur innan hópsins verulegu máli. Því skiptir hópferð líkt og þessi miklu máli upp á starfsandann.

 

Með fyrirfram þökk,

Sigurður Hólm Gunnarsson

Deildu