Þá er komið að því. Ríkissjónvarpið ætlar að sýna heimildarþáttinn um einelti sem ég, Krissi, Bjössi frændi og Siggi Pálma erum búnir að vera að vinna að í ár. Þátturinn verður sýndur næsta fimmtudag klukkan 20:10. Þetta er búið að vera tímafrekt og kostnaðarsamt ferli, en ótrúlega gefandi. Ég viðurkenni að ég finn fyrir ákveðnu stolti en um leið er ég með mikinn hnút í maganum. Ég stefni að því að fara út fyrir bæjarmörkin, eða í það minnsta að vera á stað þar sem ekki er sjónvarp þegar þátturinn verður sýndur.
Enn nóg um stresskastið mitt…
Mig langar til þess að nota tækifærið og þakka öllum þeim sem tóku þátt í verkefninu með okkur félögum. Sérstaklega þeim sem leyfðu okkur að taka viðtal við sig og sögðu frá erfiðri reynslu sinni. Ég vona bara að þátturinn verði til þess að efla umræðuna um einelti og afleiðingar þess. Ef það tekst er markmiðinu náð.