Uppbyggileg umræða um einelti

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

18/09/2013

18. 9. 2013

Ég hef mikinn áhuga á því að taka þátt í uppbyggilegri og gagnlegri umræðu um einelti í skólum. Þá er ekki nóg að fjalla bara um afleiðingar eineltis sem vissulega geta verið hræðilegar. Það er heldur ekki gagnlegt að eyða miklu púðri í að finna sökudólga. Mikilvægast af öllu er að finna lausnir. Hvað er hægt […]

Ég hef mikinn áhuga á því að taka þátt í uppbyggilegri og gagnlegri umræðu um einelti í skólum. Þá er ekki nóg að fjalla bara um afleiðingar eineltis sem vissulega geta verið hræðilegar. Það er heldur ekki gagnlegt að eyða miklu púðri í að finna sökudólga. Mikilvægast af öllu er að finna lausnir. Hvað er hægt að gera til að draga úr einelti?

Fyrir nokkru lagði ég fram nokkrar tillögur um hvernig hægt er að bæta skólakerfið, jafnvel bylta því (sjá: Byltum skólaumhverfi sem hvetur til eineltis). Viðbrögðin hafa glatt mig mikið. Skólafólk (kennarar, námsráðgjafar), stjórnmálamenn, fjölmiðlar, foreldrar, nemendur, fyrrum samnemendur mínir og aðrir hafa haft samband og fagnað umræðunni.

Ef þú, lesandi góður, ert með uppbyggilegar og framkvæmanlegar hugmyndir um það hvernig hægt er að draga úr einelti í skólum máttu senda mér tölvupóst eða skrifa athugasemdir hér fyrir neðan.

Sjá nánar:

Deildu