Umræðuþáttur um einelti – (Myndband)

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

28/04/2014

28. 4. 2014

Einelti er alvarlegt ofbeldi sem getur haft alvarlegar langvarandi afleiðingar fyrir þá sem lenda í því. Sem dæmi virðist kvíði og vanlíðan vera 10-20 sinnum algengari hjá eineltisfórnarlömbum auk þess sem þau eru með mun minna sjálfsálit en aðrir. Ýmsar rannsóknir benda til þess einelti geti haft svipuð áhrif á heilsu og líðan þolenda og […]

Einelti er alvarlegt ofbeldi sem getur haft alvarlegar langvarandi afleiðingar fyrir þá sem lenda í því. Sem dæmi virðist kvíði og vanlíðan vera 10-20 sinnum algengari hjá eineltisfórnarlömbum auk þess sem þau eru með mun minna sjálfsálit en aðrir. Ýmsar rannsóknir benda til þess einelti geti haft svipuð áhrif á heilsu og líðan þolenda og kynferðisleg misnotkun eða alvarleg vanræksla. Áhrifin geta varað langt fram á fullorðinsár.

Það er til mikils að vinna að sporna gegn einelti á öllum vígstöðvum.

Undirritaður tók þátt í umræðuþætti um einelti á ÍNN á föstudaginn langa. Hægt er að horfa á upptöku af þættinum hér fyrir neðan. Ég hvet áhugasama til að horfa og deila:


(Þáttastjórnandi var Elín Hirst en í panel voru Jón Gunnar Bernburg, prófessor við HÍ, Viðar Freyr Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður sem nýlega sendi frá sér heimildamyndina Allt um einelti, Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og Sigurður Hólm Gunnarsson.)

 Sjá nánar:

Deildu