Stjórnvöld hunsa fátæka leigjendur

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

30/04/2014

30. 4. 2014

Stjórnvöld leggja allt kapp á (í orði) að bjarga öllum húsnæðiseigendum en gera lítið fyrir leigjendur. Þegar rætt er um „heimilin“ í landinu er átt við eignarhúsnæði ekki leiguhúsnæði. Þessi áhersla er undarleg í ljósi þess að byrði húsnæðiskostnaðar er meiri og hefur aukist meira hjá leigjendum auk þess sem þeir eru í mun meiri […]

Stjórnvöld leggja allt kapp á (í orði) að bjarga öllum húsnæðiseigendum en gera lítið fyrir leigjendur. Þegar rætt er um „heimilin“ í landinu er átt við eignarhúsnæði ekki leiguhúsnæði. Þessi áhersla er undarleg í ljósi þess að byrði húsnæðiskostnaðar er meiri og hefur aukist meira hjá leigjendum auk þess sem þeir eru í mun meiri hættu en húsnæðiseigendur á að vera fyrir neðan lágtekjumörk.

Í fyrra (2013) voru 22,4% leigjenda undir lágtekjumörkum á meðan 5,8% húsnæðiseigenda voru í sömu stöðu (Sjá Hagtíðindi 30. apríl 2014).

Eins og ég hef margoft sagt er ekkert að því, og jafnvel sjálfsagt, að stjórnvöld komi til móts við húsnæðiseigendur sem fóru raunverulega illa út úr bóluhagkerfishruninu. Það breytir því ekki að fátækasta fólkið í landinu er að finna í hópi leigjenda.

Þetta eru, öryrkjar, barnafólk, einstæðingar og námsmenn með námslán.  Fólk sem að jafnaði borgar hærra hlutfall tekna sinna í húsnæði og á vart peninga til að kaupa í matinn, hvað þá að safna fyrir húsnæði (eða byggja við sumarbústaðinn).

Ég geri einfaldlega þá kröfu að stjórnvöld einbeiti sér að því að bæta kjör þeirra verst settu en hunsi þá ekki.

Sjá nánar:

Heimildir:

Deildu