Kosningaveisla ríka fólksins í boði almennings

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

22/04/2013

22. 4. 2013

Í baráttu sinni gegn óréttlætinu ætla Íslendingar að fjölmenna á kjörstað og kjósa þá flokka sem bera höfuðábyrgð á hruninu og versnandi lífskjörum almennings. Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn.  Þetta er ótrúleg staða því venjulegt fólk í greiðsluvanda ætti að með réttu að fylla strætin og mótmæla stórhættulegum kosningahótunum þessara flokka. Framsóknarflokkurinn ætlar með flatri niðurfellingu skulda […]

scales of injusticeÍ baráttu sinni gegn óréttlætinu ætla Íslendingar að fjölmenna á kjörstað og kjósa þá flokka sem bera höfuðábyrgð á hruninu og versnandi lífskjörum almennings. Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn.  Þetta er ótrúleg staða því venjulegt fólk í greiðsluvanda ætti að með réttu að fylla strætin og mótmæla stórhættulegum kosningahótunum þessara flokka.

Framsóknarflokkurinn ætlar með flatri niðurfellingu skulda að gefa ríkasta fólkinu á Íslandi fullt af pening. Okkar pening. Flöt skuldaniðurfelling er nefnilega ekkert annað en gríðarleg tilfærsla á fjármunum frá öllum Íslendingum til þeirra sem eiga mest.  Þetta er einföld staðreynd.

Á sama tíma boðar Sjálfstæðiflokkurinn flata skattalækkun. Flöt skattalækkun er rétt eins og flöt skuldaniðurfelling ekkert annað opinber velferðarþjónusta fyrir efnað fólk.

Í komandi kosningum ætlar fólk svo að refsa Samfylkingunni og Vinstri grænum vegna þess að stjórnarflokkarnir hafa ekki töfrað Ísland aftur til ársins 2007. Til Undralandsins þar sem allir voru að græða á daginn og grilla á kvöldin.

Til þess að bæta gráu ofan á svart ætlar svo margt félagslega þenkjandi fólk að kjósa „nýju“ flokkana af því það er hallærislegt að kjósa „fjórflokkinn“. Í einfeldni sinni virðast margir halda að allt verði betra bara ef þeir kjósa eitthvað „nýtt“.  Stjórnmál fjalla ekki um „nýtt“ eða „gamalt“. Stjórnmál fjalla um þær aðferðir sem virka. Sagan kennir okkur að almenningi líður best og er frjálsast í frjálslyndum velferðarsamfélögum.

Ég get vel skilið að margir kjósendur séu ósáttir við ýmislegt sem gerðist og ekki gerðist í stjórnartíð Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Sjálfur er ég ennþá bálreiður út í það hvernig farið var með stjórnarskrármálið svo dæmi sé tekið. Því verður þó ekki neitað að núverandi stjórn hefur staðið sig að mestu með prýði og ef einhverjir flokkar eiga það skilið að vera endurkjörnir þá eru það þessir flokkar, þrátt fyrir allt.

Það er afskaplega mikilvægt að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki aftur til valda. Ekki bara vegna fortíðarinnar heldur líka vegna þeirrar veislu sem þeir bjóða upp á fyrir þessar kosningar.

Enn og aftur ætlar yfirstéttin að boða til veislu á kostnað almennings. Við þurfum ekki að vera í neinum vafa um að rétt eins áður mun það vera almenningur, venjulegt fólk, sem þarf að þjóna til borðs, greiða reikninginn og síðast en ekki síst taka til. Þannig hefur það verið og þannig mun það verða.

Deildu