Fyrir kosningar töluðu margir, þar á meðal undirritaður, um að flöt niðurfelling skulda væri lítið annað en auðmannadekur. Margoft var bent að með flatri niðurfellingu skulda væri í raun fyrst og fremst verið að gefa ríkasta fólkinu á Íslandi pening á kostnað allra,...
Sigurður Hólm Gunnarsson
Ný stjórnarskrá, veiðigjöld og hugarástand forsetans
Undanfarna daga hafa rúmlega 30 þúsund Íslendingar skrifað undir áskorun til forseta Íslands. Forsetinn er vinsamlegast beðinn um að neita að skrifa undir væntanleg lög um lækkun veiðigjalds. Vandinn er að það skiptir engu máli hversu margir senda forsetanum áskorun....
Valtvennuvilla og hótun sjávarútvegsráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, var furðu lostinn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld yfir því hversu margir Íslendingar vilja ekki lækka veiðigjaldið. Viðbrögð ráðherrans voru merkileg vegna þess að í þeim fólst tvennt í senn. Hótun og valtvennuvilla (e....
20 þúsund vilja ekki lækka veiðigjöld
Nú þegar undirskriftarsöfnun gegn lækkun veiðigjalda hefur staðið yfir í aðeins tvo sólarhringa hafa 20 þúsund manns þegar skrifað undir (kl. 16:00). Ég er sannfærður um að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn. Ljóst er að myndast hefur „gjá milli þings og þjóðar“ um...
Látum í okkur heyra – Veiðigjöld og ESB
Stjórnmál eru allt of mikilvæg til að láta stjórnmálamenn eina um þau. Áríðandi er að við látum sem flest í okkur heyra. Við eigum að reyna að hafa áhrif á það sem kjörnir fulltrúar okkar og ráðherrar eru að gera. Ég vil því benda á tvo undirskriftarlista og hvetja...
Jafnrétti Silfurskeiðabandalagsins
Hugsjónir fólks og flokka eru mismunandi eins og gengur. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, hið svokallaða Silfurskeiðabandalag, er með sínar hugsjónir á hreinu. Jafnrétti þeirra er ljóst. Allir eiga að fá skuldir niðurfelldar jafnt. Óháð tekjum...
10 liða áætlun um lausn á vanda heimilanna – í hnotskurn
Segja að „heimili“ landsins séu skuldug að minnsta kosti sex sinnum á dag eða þar til fólk hættir að hlusta. Endurskilgreina „heimili“ þannig að hugtakið eigi bara við þá sem hafa tekið lán og keypt húsnæði. Leigjendur kallist hér eftir flökkufólk. Endurskilgreina...
Gistináttaskatturinn ógurlegi
Rétt fyrir kosningar var allt brjálað vegna þess að heimsveldi vondra vinstrimanna á Íslandi ætlaði að hækka virðisaukaskatt á útleigu hótel- og gistiherbergja úr 7% í 14%, rétt eins og skatturinn var á tímabilinu 1994 til mars 2007. Lækkunin 2007 virðist ekki hafa...
Þrjár athugasemdir við predikun biskups
Biskup predikaði við þingsetningu í gær, eins óviðeigandi og það nú er. Á meðan heimspekingur flutti hugvekju á vegum Siðmenntar um Lýðræði og ríkisvald á Hótel Borg vitnaði biskup í Biblíuna í Dómkirkjunni og sagði ýmislegt ágætt, eins og gengur. Hún sagði...
Mér er sama hvað forsetanum finnst um ESB
Fyrirgefið þegar ég segi að mér er alveg sama hvaða hugmyndir forsetinn hefur um Evrópusambandið. Mér er líka sama um hugmyndir forsætisráðherrans, þingmanna, Evrópusamtakanna, Heimssýnar og annarra valdastofnanna. Ég hef ekkert að gera við hugmyndir valdafólks sem...