Það er fátt leiðigjarnara, og oft skaðlegra, en minnisvarðar sem stjórnmálamenn reisa sjálfum sér til dýrðar. Tvö góð dæmi um þetta sem hafa verið í umræðunni undanfarið eru flutningur ríkisstofnana út á landsbyggðina og fartölvuvæðing í framhaldsskólum.
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Er þingræðið á þrotum?
Umsögn Péturs Blöndals þingmanns um áhrifaleysi Alþingis er einhver harðasti dómur sem fella má um þá stofnun, sérstaklega í ljósi þess að sem þingmaður til fimm ára hefur Pétur verið í góðri aðstöðu til að meta störf og áhrif stofnunarinnar sem á að fara með löggjafarvaldið.
Upphafið að endalokunum?
Atburðir undanfarinna daga og vikna hafa án efa ekki verið meðal þess sem Tony Blair óskaði sér þegar hann setti stefnuna á að verða leiðtogi breska Verkamannaflokksins og fyrsti forsætisráðherra Bretlands úr þeim röðum frá 1979. Það læðist að manni sá grunur að...
Skattar forseta
Frumvarp það sem fjórir þingmenn lögðu fram í gær þess efnis að forseti skyldi greiða skatta eins og annað fólk er löngu tímabært og fögnunarefni að það er komið fram.
Hræðslan við Evrópu
Það veldur Evrópusinna eins og mér vonbrigðum að Samfylkingin skyldi ekki hafa kjark til að lýsa því yfir á stofnþingi sínu að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu.
Öreigar allra landa eflist
Svo lengi sem ég man eftir mér hefur 1. maí alltaf verið sérstakur dagur. Ekki það að ég hafi verið duglegur við að fara í kröfugöngur en það vaknar alltaf smá von í brjósti mér þegar ég sé fólk ganga fylktu liði og krefjast bættra kjara, aukins réttlætis og félagslegrar velferðar. Þá sé ég að […]
Sitt lítið af hverju
Svona í ljósi þess að ég er ekki í stuði til þess að skrifa um eitthvert ákveðið mál eða málaflokk ætla ég að leyfa mér að bulla í stuttu máli um hitt og þetta sem vekur áhuga minn eða fer í taugarnar á mér. Ég vona að lesendur fyrirgefi mér.
Röng greining vandans
Eitthvert leiðinlegasta umræðuefni sem ég kemst í tæri við er fíkniefnavandinn svokallaði. Ekki vegna þess að það megi ekki rekja mörg vandamál til fíkniefnaneyslu heldur vegna þess að mönnum virðist uppálagt að leita lausna við röngum vanda. Stríðið gegn fíkniefnum...
Íslendingar, útlendingar og sjávarútvegur
Bannið við fjárfestingu útlendinga í íslenskum sjávarútvegi er sorglegt dæmi um gamaldags efnahagslegan nasisma sem enn er við lýði og ekki líklegur til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag, nema síður sé.
Ofvaxið ríkisvald
Ríkisvaldið á Vesturlöndum hefur vaxið meira en góðu hófi gegnir. Stjórnmálamenn og kjósendur finna sífellt fleiri viðfangsefni til að sinna og á sama tíma eykst skattbyrði almennings. En er sökin ekki líka okkar?