Eins og sjá má hefur www.skodun.is fengið andlitslyftingu. Það er nauðsynlegt að breyta reglulega til. Kannski síðan verði líka uppfærð oftar í framtíðinni. Útlitið er jú ekki allt.
Innskot
Vegna átaks gegn einelti
Í tilefni þess að Heimili og skóli standa nú fyrir sérstöku átaki gegn einelti langar mig til að deila með ykkur þeirri reynslu sem ég lenti í þegar ég var í grunnskóla. Umræddar reynslusögur voru um tíma til sýnis hér á Skoðun, en af einhverjum ástæðum tók ég þær út...
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn
Þann 10. október næstkomandi er Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Haldið verður upp á daginn í göngugötunni í Mjódd og í húsakynnum Hugarafls að Álfabakka 16 frá kl. 13:00 – 16:30. Fjölbreytt dagsskrá verður á staðnum. Boðið verður upp á skemmtiatriði af ýmsum toga...
Anathema – Hindsight
Það er fátt sem hefur eins mikil áhrif á mig og tónlist. Breska hljómsveitin Anathema hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Í fyrra gáfu þeir út plötuna Hindsight þar sem öll bestu rólegu lögin þeirra eru sett í nýjan búning. Um er að ræða tæpan klukkutíma af...
Meira um rafmagnsbílavæðingu
Í grein sem ég skrifaði í ágúst velti ég því fyrir mér hvers vegna Ísland væri ekki í fararbroddi í rafmagnsvæðingu bílaflotans. Augljóst er að Ísland er kjörið land fyrir innleiðingu rafmagnsbíla, ekki síst þar sem hér er framleitt svo mikið af vistvænni orku. Ég...
Tímalaus ást
Fór á myndina The Time Traveler's Wife í kvöld og er nokkuð sáttur. Myndin er byggð á samnefndri bók sem ég hef lesið tvisvar. Fyrst fyrir líklegast þrem árum. Myndin er góð en bókin frábær. Í stuttu máli er þetta falleg ástarsaga um mann að nafni Henry DeTamble sem...
Eineltisdraugar
Fyrir nokkrum dögum varð ég vitni að merkilegu samtali tveggja vina minna. Báðir þessir vinir mínir höfðu orðið fyrir einelti og öðru ofbeldi í barnaskóla, rétt eins og ég. Samtalið fjallaði um reynslu þeirra frá því kvöldinu áður. Það kvöld höfðu þeir rekist á einn...
Lán með veðum í lottómiðum?
Á hverjum degi les maður fréttir af því að "útrásarvíkingar" og aðrir góðborgarar hafi fengið hundruð og jafnvel þúsund milljónir að láni hjá bönkum fyrir hlutabréfakaupum þar sem einu veðin (þ.e. eina trygging bankanna sem lána) eru í sjálfum bréfunum sem á að kaupa....
Um efnahagsböðla
Nýverið las ég tvær bækur eftir John Perkins um efnahagsböðla (Economic Hit Men). Bækurnar heita „Confessions of an Economic Hit Man“ og „The Secret History of the American Empire: The Truth About Economic Hit Men, Jackals, and How to Change the World“. Báðar þessar...
Siðmennt býður alþingismönnum upp á valkost við þingsetningu
Sjá á vef Siðmenntar (www.sidmennt.is) _____ Alþingismenn eiga valkost við guðsþjónustu við þingsetningu Löng hefð er fyrir því að setning Alþingis hefjist með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Í ár verður breyting þar á þar sem alþingismönnum sem ekki kjósa að ganga til...