Tímalaus ást

Skoðun-Logo
Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

07/09/2009

7. 9. 2009

Fór á myndina The Time Traveler’s Wife í kvöld og er nokkuð sáttur. Myndin er byggð á samnefndri bók sem ég hef lesið tvisvar. Fyrst fyrir líklegast þrem árum. Myndin er góð en bókin frábær. Í stuttu máli er þetta falleg ástarsaga um mann að nafni Henry DeTamble sem ferðast óviljugur fram og aftur um […]

Fór á myndina The Time Traveler’s Wife í kvöld og er nokkuð sáttur. Myndin er byggð á samnefndri bók sem ég hef lesið tvisvar. Fyrst fyrir líklegast þrem árum. Myndin er góð en bókin frábær. Í stuttu máli er þetta falleg ástarsaga um mann að nafni Henry DeTamble sem ferðast óviljugur fram og aftur um tímann og kynnist ástinni á ferðalagi sínu. Ólíkt bókinni er framvinda myndarinnar nokkuð línuleg. Áhorfandinn fylgist með DeTamble (sem Eric Bana leikur) og ferðalagi hans í fortíð, nútíð og framtíð. Í bókinni er sagan sögð frá sjónarhóli tveggja einstaklinga og oft óljóst hvaða tímaskeið er í miðpunkti. Í bókinni er sagan sögð bæði frá sjónarhóli DeTambles og Clare Abshire, stúlkunni sem síðar verður kona tímaferðalangans ( leikin af Rachel McAdam). Ég mæli með myndinni og sérstaklega bókinni sem er listilega vel skrifuð og reyndar mun meira spennandi en myndin.the-time-travelers-wife

Það skal tekið skýrt fram að þetta er ekki vísindaskáldsaga þó sagan snúist um tímaferðalög. Um er að ræða fyrsta flokks sögu um tímalausa ást og vináttu.

Umfjöllun um myndina á IMDB

Umfjöllun um bókina á Amazon

Deildu