Þeir sem samþykktu síðustu Icesave samninga í þjóðaratkvæðagreiðslu höfðu ekki rangt fyrir sér. Í það minnsta ekki þeir sem samþykktu þá á svipuðum forsendum og sá sem þetta skrifar. Ég taldi einfaldlega að því fylgdi of mikil áhætta að hafna samningum. Ég óttaðist að...
Stjórnmál
Icesave og sigur lýðræðisins?
Mikið er ég nú ánægður með niðurstöðu EFTA í Icesave málinu hundleiðinlega. Ég er að sama skapi ekki alveg nógu ánægður með hvaða lærdóm margir ætla að draga af þessu máli. Sérstaklega tel ég fullyrðingar um að „lýðræðið hafi sigrað“ vera úr lausu lofti gripnar....
Er hagfræði gervivísindi?
Það má færa ágæt rök fyrir því að hagfræði sé gervivísindi. Í það minnsta má segja að ríkjandi hagfræðimódel séu lítið annað en töfraþulur. Margt í okkar hagkerfi er svo flókið að færustu hagfræðingar virðast ekki geta spáð fyrir um framtíðina og tekið skynsamlegar...
Samtryggðar tennur takk
Ung stúlka fellur í yfirlið, dettur og brýtur tennur. Er með sérstaka tryggingu frá tryggingafélagi en þarf samt að borga um milljón fyrir tannviðgerðir. Tryggingafélagið sleppur við að borga þar sem það leið víst yfir stúlkuna af því hún var veik en ekki af því hún...
ESB umræða í 23 ár! – Má ég taka upplýsta ákvörðun?
Fyrir tæpum fimm árum skrifaði ég grein þar sem ég benti á að umræðan um ESB væri búin að taka 18 ár. 18 löng ár! Ég benti á að það væri kominn tími til að sækja um aðild. Af hverju? Vegna þess að aðeins fullkláraðir samningar að loknu umsóknarferli geta gefið okkur...
Brotin bein og brotnar tennur
Ég á erfitt með að skilja hvers vegna tannlækningar eru ekki hluti af almennri sjúkratryggðri heilbrigðisþjónustu. Á Íslandi eins og í flestum öðrum velferðarríkjum telst heilbrigðisþjónusta til almennra mannréttinda. Sá sem verður veikur eða slasast á rétt á að leita...
Hagfræðiraus – Nokkrar áhugaverðar bækur og viðtal um hagfræði
Mikilvægt er að fólk lesi sér til um hagfræði og ólíkar hagfræðistefnur. Öðruvísi er erfitt að vera með upplýstar skoðanir um ástand heimsmála. Án grunnþekkingar á hagfræði er varla hægt að mynda sér pólitíska skoðun. Hagfræði er ekki eins flókin og margir halda....
Stríðið gegn fíkniefnum er stríð gegn venjulegu fólki
Hvenær ætlum við að skilja að stríðið gegn fíkniefnum er stríð gegn venjulegu fólki. Þeir einu sem hagnast af þessu stríði eru ofbeldismenn, hrottar, lögfræðingar og stjórnmálamenn með einfaldar lausnir. Þeir sem tapa mest eru venjulegar fjölskyldur. Fullorðnir og...
Jafnaðarstefnan árið 1792
„Þegar við getum sagt að hinir fátækustu meðal landa okkar séu hamingjusamir og líða engan skort. Þegar fangelsin eru tóm, strætin laus við betlara, aldraðir geta lifað góðu lífi og skattar eru ekki of íþyngjandi. Aðeins þá getum við verið stolt af stjórnvöldum okkar...
Hvaða áhrif mun ný stjórnarskrá hafa á stöðu Þjóðkirkjunnar?
Það er hvorki sjálfsagt eða eðlilegt að ein kirkja, eitt trúfélag, njóti sérstakra forréttinda eða verndar í stjórnarskrá.
Stjórnarskráin okkar á að tryggja fullt trúfrelsi og jafnræði borgaranna óháð lífsskoðun þeirra.
Hlutverk stjórnarskráa almennt er einmitt að tryggja almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni.
Því er mikilvægt að fólk svari spurningu þrjú:
„Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?“ með því að merkja við NEI.