Hér ræði ég við Mána Pétursson í Harmageddon um hvers vegna ég er jafnaðarmaður.
Fjölmiðlar
Umræðan um íslam (upptaka frá málþingi Siðmenntar og fjölmiðlaumfjöllun)
Fárið í kringum málþing Siðmenntar um íslam hefur verið mikið og umræðan á köflum rætin. Mikilvægt er að fólk kynni sér umræðuna í samhengi. Því hef ég ákveðið að setja inn upptöku af málþinginu og umfjöllun í fjölmiðlum á einn stað. Þessi síða verður uppfærð eftir...
Fjallað um bréf Siðmenntar til þingmanna í Harmageddon
Ég var í viðtali í morgun í Harmageddon að ræða bréf sem Siðmennt sendi þingmönnum í síðustu viku um trúfrelsi og jafnrétti. Getur einhver verið á móti þessum tillögum?
Rangfærslur um Siðmennt leiðréttar enn og aftur
Í gær mætti ég Brynjari í útvarpsþættinum Harmageddon þar sem við ræddum málin. Ég gerði heiðarlega tilraun til að útskýra enn og aftur fyrir þingmanninum (og aðdáendum hans) fyrir hvað Siðmennt stendur og af hverju félagið berst fyrir jafnrétti og fullu trúfrelsi.
Um lýðræðishlutverk fjölmiðla
Fyrir þessar kosningar hef ég tekið eftir því að fjölmiðlar taka lýðræðishlutverk sitt misalvarlega. Sem dæmi hefur Fréttablaðið ítrekað „sleppt“ því að ræða við fulltrúa Dögunar í umfjöllun sinni um komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Ég veit reyndar fyrir...
Þrjár spurningar um lekamálið
Ég er með þrjár, líklegast heimskulegar, spurningar um lekamálið mikla. Áhugavert væri að fá svör við þeim frá bæði lögfræðingum og blaðamönnum. 1) Er ekki ólöglegt að birta trúnaðargögn frá stjórnvöldum um einstaklinga án leyfis þeirra sem gögnin fjalla um? Ef það er...
Standa þarf vörð um lýðræðislegt hlutverk RÚV
Í frjálsu lýðræðissamfélagi er gríðarlega mikilvægt að til séu fjölmiðlar sem bjóða upp á fréttir, fræðslu og gagnrýna umfjöllun um málefni líðandi stundar en eru i senn óháðir fjárhagsöflum og sérhagsmunum. Ég óttast boðaðan niðurskurð á Ríkisútvarpinu vegna þess að...
RÚV þarf að laga vefinn sinn
Fréttatengt efni á RÚV er bara aðgengilegt á vefnum í mánuð eða svo*. Það er ekki í lagi. Ég ætlaði að rifja upp nýleg loforð stjórnmálamanna með því að skoða leiðtogaumræður og viðtöl við þá á RÚV fyrir síðustu kosningar. Ekkert af þessu efni er lengur aðgengilegt á...
Gamlar upptökur úr Nei ráðherra
Nei ráðherra var útvarpsþáttur á Útvarpi Sögu árið 2004 þar sem fjallað var um þjóðfélagsmál útfrá hugsjónum og ekki síður hugmyndafræði. Rætt var við áhugaverða einstaklinga þeir spurðir um hugmyndafræði sína og baráttumál. Stjórnendur þáttarins voru þeir Sigurður...
Hvert er hlutverk RÚV?
Umræðan um tilvistarrétt Ríkisútvarpsins er áhugaverð. Sumir vilja nánast leggja ríkisfjölmiðilinn niður, aðrir vilja styrkja hann og enn aðrir gera töluverðar breytingar á starfseminni. Sjálfur hef ég nokkrum sinnum gagnrýnt RÚV og bæði verið sakaður um frjálshyggju...