Ég kom við í Harmageddon í gær og ræddi um frjálshyggjugoðið Ayn Rand og hennar skoðanir. Held ég því fram að hluthyggjuhreyfing Rand hafi verið hálfgert költ. Frosti Logason er mér ekki alveg sammála enda svolítill Randisti en ég held að mér hafi tekist að sannfæra Mána. Vonum það 🙂
Hljóð og mynd
Fjallað um bandaríska eldklerka og moskur í Harmageddon
Ég mætti í stutt viðtal í dag í Harmageddon þar sem ég ræddi meðal annars um komu predikarans Franklin Graham til landsins og um byggingu mosku á Íslandi.
Þjóðkirkjan þjónar ekki öllum – viðtal í Harmageddon
Frosti og Máni í Harmageddon spjölluðu við mig í morgun um greinina: Biskupinn bullar í Fréttablaðinu. Í greininni benti ég á að Agnes biskup fer með rangt mál þegar hún segir að Þjóðkirkjan þjóni öllum óháð trúfélagsaðild og trúarskoðun.
Í dag var birt viðtal við mig á vefritinu Vantrú. Í viðtalinu fjalla ég um ný lög um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög og hvaða áhrif þau munu hafa á starfsemi Siðmenntar. Strax eftir að lögin voru samþykkt sendi Siðmennt inn umsókn um skráningu sem...
Lóðrétt eða lárétt
Ágætt viðtal sem Ævar Kjartansson tók við mig og Hjalta Hugason prófessor í kirkjusögu var útvarpað á Rás eitt í morgun. Í þessu spjalli fjöllum við um húmanisma og ólíka stöðu trúfélaga og lífsskoðanafélaga hér á landi. Ég hvet þá sem hafa áhuga þessum málum til að...
Trúboð í skólum – Reykjavík síðdegis
Fimmtudaginn 4. nóvember var ég fenginn til að ræða um trúboð í skólum í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Stjórnendur þáttarins, þeir Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason báðu svo Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann Krossins, til að tala á móti mér....
Hafsteinn Þór Hauksson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, verður í Nei ráðherra föstudaginn 28. maí kl. 17:00. Þátturinn í dag verður sá seinasti í bili að minnsta kosti. Upptaka: Hafsteinn Þór Hauksson í Nei ráðherra
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, verður í Nei ráðherra föstudaginn 21. maí kl. 17:00. Ingibjörg Sólrún segir okkur frá hugsjónum sínum, framtíð sinni í Samfylkingunni og efalaust verður fjallað um fjölmiðlafrumvarpið og önnur mál....
Nei ráðherra fellur niður í dag
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, ætlaði að mæta í Nei ráðherra í dag en forfallaðist. Í dag verður því endurfluttur eldri þáttur.
Ragnar Jónasson í Nei ráðherra
Ragnar Jónasson, varaformaður Heimdallar, var gestur Nei ráðherra föstudaginn 7. maí. Upptaka af þættinum er nú komin á netið. Upptaka: Ragnar Jónasson í Nei ráðherra [audio...