Fullorðið valdamikið fólk sem er gagnrýnt, vegna eigin orða og athafna, er ekki lagt í einelti. Ég hef, eins og allt of margir, upplifað raunverulegt einelti. Það er niðrandi og virkilega óviðeigandi að bera...
Sigurður Hólm Gunnarsson
Upphafning heimsku og hroka
Ég hef verulegar áhyggjur af því hversu margir virðast ánægðir með framgöngu þingmanna og ráðherra sem reglulega blaðra út í loftið af vanþekkingu og hroka. Til er fólk sem klappar fyrir Sigmundi Davíð í hvert sinn sem hann sakar alla sem leyfa sér að gagnrýna hann um...
Spurning um siðferði: Heiðarlegt fólk sættir sig ekki við lygar
Aðalatriðið er ekki að stjórnarflokkarnir ætli að slíta viðræðum við ESB. Aðalatriðið er ekki heldur að fólk hafi skiptar skoðanir á ágæti Evrópusambandsins. Aðalatriðið er að til eru stjórnmálamenn sem telja að það sé í góðu lagi og eðlilegt að ljúga að kjósendum...
Lygar stjórnarflokkanna um aðildarviðræður við ESB
Fólk kaus ekki Bjarna Ben og Sigmund Davíð af því þeir voru á móti aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fólk kaus þá vegna helstu kosningaloforða þeirra (skattalækkanir, skuldaniðurfelling, afnám verðtryggingar o.s.frv.) og sumir (jafnvel mjög margir) ákváðu að kjósa þessa flokka vegna þess að þeir lofuðu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Það er alveg á hreinu að margir hefðu ekki kosið þessa flokka hefðu flokkarnir lýst því skýrt yfir fyrir kosningar að slíta ætti aðildarviðræðum.
Með því að ljúga að þjóðinni græddu þessir flokkar augljóslega mörg atkvæði. Það er í senn óheiðarlegt og ólíðandi.
Opið bréf til stjórnmálamanna um málefni barna
Kæru stjórnmálamenn Ég sendi ykkur hér með stutt hvatningarbréf. Ég vil hvetja ykkur til að hugsa um og fjalla meira um málefni barna. Mér finnst þið sem sitjið á þingi eða eruð í sveitarstjórnum fjalla alltof lítið um málefni barna sem eiga erfitt og/eða búa við...
Skólagjöldin og pýramídasvindlið
Einhvern veginn efast ég stórlega um að fólk í heilbrigðis-, mennta- og félagslega geiranum sé að „græða“ mjög mikið á löngu námi. Þá er nú um að gera að hækka skólagjöldin hressilega.
Staða kristinnar trúar í grunnskólum og hinn samkynhneigði Jesús
„Ég vil bara segja við Fjalar og Óskar Bergsson. Þó að ég sé að gagnrýna ykkur svolítið hart hér. Þá vil ég segja við ykkur og aðra sem eru svipaðrar skoðunar. Getum við ekki bara öll verið sammála um það að við erum ólík, við höfum ólíka trú og lífssýn. Og að það besta sem við getum gert fyrir okkur öll er að tryggja það að allir fái að hafa sína skoðun og sína trú og fái að hafa hana í friði í opinberum stofnunum? Berjumst fyrir réttindum allra enn ekki fyrir sérréttindum“
Í hafsjó stjarna er það myrkrið sem ræður ríkjum – Hugsanatilraun
Hvaða undur myndi manneskja líklegast sjá ef hún gæti ferðast algjörlega tilviljunarkennt um alheiminn? Svarið kann að koma á óvart! Inngangur: Um mikilfengleika alheimsins Á heiðskírri nóttu er tilvalið að horfa til himins, skoða stjörnurnar og velta fyrir sér stöðu...
Opinber starfsmaður bendlar trúleysingja við ógnarstjórn Stalíns
Fyrir nokkrum klukkutímum loguðu netheimar af því að þáttastjórnandi í íþróttaþætti lét eftirfarandi ógætilegu orð falla í beinni útsendingu: „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum". Þáttastjórnandinn baðst afsökunnar...
Mikilvægi veraldlegra athafna Siðmenntar
Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Siðmennt í dag er metþátttaka í borgaralegri fermingu. Þrjúhundruð börn munu fermast hjá Siðmennt árið 2014. Fjöldi fermingarbarna hefur tvöfaldast á fimm árum og þrefaldast á tíu árum. Á sama tíma hefur eftirspurn eftir...