Opinber starfsmaður bendlar trúleysingja við ógnarstjórn Stalíns

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

20/01/2014

20. 1. 2014

Fyrir nokkrum klukkutímum loguðu netheimar af því að þáttastjórnandi í íþróttaþætti lét eftirfarandi ógætilegu orð falla í beinni útsendingu: „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 – að slátra Austurríkismönnum“. Þáttastjórnandinn baðst afsökunnar nokkrum mínútum síðar og virtist átta sig á því að svona ætti alls ekki að tala. Engu að síður eru […]

StalinFyrir nokkrum klukkutímum loguðu netheimar af því að þáttastjórnandi í íþróttaþætti lét eftirfarandi ógætilegu orð falla í beinni útsendingu: „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 – að slátra Austurríkismönnum“. Þáttastjórnandinn baðst afsökunnar nokkrum mínútum síðar og virtist átta sig á því að svona ætti alls ekki að tala. Engu að síður eru margir enn ósáttir við að svona hafi opinber starfsmaður tjáð sig, jafnvel þó hann hafi gert það í hugsunarleysi. Margir hafa meira að segja krafist þess að viðkomandi starfsmaður verði rekinn. Ég er ekki einn af þeim. Allir geta gert mistök.

Enginn hefur þó, svo best sem ég veit, lagt til að opinberi starfsmaðurinn Örn Bárður Jónsson prestur í Neskirkju verði látin segja af sér. Samt er hann duglegur við að gera lítið úr fólki sem aðhyllist aðra lífsskoðun en hann sjálfur og bendla það jafnvel við fjöldamorð.

Örn Bárður (og sum starfssystkin hans) hefur reglulega og ítrekað bendlað hugmyndafræði trúleysingja og húmanista við ógnarstjórnir kommúnismans. Nú síðast í predikun á sunnudag. Presturinn tjáði sig með þessum hætti ekki óvart eða í hita leiksins, heldur af yfirveguðu ráði.

Fordómar prestsins er í fullkomnu samræmi við það sem hann hefur sagt áður. Til dæmis þegar hann fullyrti eftirfarandi í útvarpsviðtali um lífsskoðun okkar húmanista: „Aumasta trú sem til er, það er trúin á manninn.“

Hann hefur, svo best sem ég veit, aldrei beðist afsökunnar á ummælum sínum.

Nú spyr ég. Hvernig má það vera að allt verður brjálað þegar opinberum starfsmanni hjá RÚV verður það á að líkja íslenska landsliðinu við nasista í hita leiksins en það virðist í góðu lagi þegar opinber starfsmaður Þjóðkirkjunnar bendlar hugmyndafræði húmanista og trúleysingja ítrekað við ógnarstjórnir. Þar á meðal við hrottaskap kommúnista undir stjórn Stalíns?

Örn Bárður hefur auðvitað fullan rétt á því að hafa fordóma og predika þá eins og honum sýnist. Það er þó fyrir löngu orðið óþolandi hann séu á háaum launum hjá hinu opinbera við þessa iðju sína.

___

Úr umræddri predikun:

„Nú er í tísku að sparka í þessa fyrirmynd. Þeim fjölgar sem sækja í eftirlíkingar af kirkjulegum athöfnum í nafni trúleysis eða heiðindóms. Þeim fjölgar sem vanvirða heitin sem unnin voru við skírnina þegar lífsvegurinn var markaður. Ísland veður ekki betra samfélag á heiðnum, guðlausum grunni. Tilraun um slíkt þjóðskipulag var reynd í tvígang á liðinni öld í Evrópu og líka í Asíu en með skelfilegum árangri.

Deildu