Gæti hugsast að átta menn vinni betur en tólf? Auðvitað er það breytilegt eins og allt annað. Þegar kemur að ráðherrum og ráðuneytum er ég ekki frá því að full ástæða sé til að sameina ráðuneyti og fækka ráðherrum.
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Skrýtnir leikir löggjafans
Eins og með önnur mannanna verk eru bæði kostir og gallar á nýja kosningakerfinu sem er nú til meðferðar á Alþingi. Eins og vill svo oft brenna við með önnur verk löggjafans ganga breytingarnar á kosningakerfinu skemmra en æskilegt væri.
Alþýðuflokkurinn og ESB
Það er til lífseig saga um að ástæðan fyrir slöku gengi Alþýðuflokksins í Alþingiskosningunum 1995 sé áherslu flokksins á aðildarumsókn að Evrópusambandinu að kenna. Mér finnst það ótrúleg ástæða sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að skömmu áður en flokkurinn birti stefnu sína mældist fylgi hans í skoðanakönnunum í svipuðu magni og áfengisinnihald pilsners.
Skóli og trúarbrögð
Það má færa rök fyrir því að án kirkjunnar hefði menntun Íslendinga orðið mun minni og orðið almenn síðar en raunin var. Það breytir því þó ekki að trúarbragðakennsla í grunnskólum er tímaskekkja. Hafi hún þá einhvern tíma átt við sem ég efast reyndar um. Eru...
Borgaralegar fermingar
Í gær fermdust 49 börn borgaralegri fermingu. Þetta er í tólfta skipti sem Siðmennt stendur fyrir slíkri fermingu þar sem trúlausum ungmennum, og trúuðum ungmennum sem vilja af eigin ástæðum ekki fermast kirkjulega, gefst kostur á að fermast á eigin forsendum. Auknar...
Pólitískt skítkast
Pólitískt skítkast er afskaplega leiðinlegt fyrirbæri. Þess vegna er athyglisvert og sorglegt að forsætisráðherra beitti því af kappi í upphafi síðustu viku og ný ungliðahreyfing, Ungir jafnaðarmenn, hefur feril sinn á sömu nótum í lok sömu viku.
Heiðursvörður Íslendinga
Okkur berast nú fregnir af því að eitt helsta baráttumál landbúnaðarráðherra virðist vera að nást í höfn. Draumur hins þjóðlega ráðherra um að koma á fót heiðursverði landsins fegurstu hrossa til að taka á móti erlendum gestum virðist loksins vera að verða að veruleika.
Dellan um byggðakvótann
Hugmyndin um byggðakvóta er merkilega langlíf, sérstaklega ef tekið er tillit til þess hversu vitlaus hún er. Samt á hún ekki að koma manni á óvart í ljósi þess hversu duglegir allir stjórnmálaflokkar hafa verið að halda fram einhverri byggðastefnu sem á að koma í veg fyrir þá þróun sem á sér stað. Sumir læra […]
Smámunasemi og útúrsnúningar
Andstæðingar auðlindagjalds tönnlast í sí og æ á því að þjóð getur ekkert átt. Þar af leiðandi geti auðlindir hafsins ekki verið sameign íslensku þjóðarinnar. Hvort sem þetta ber vott um skort á ímyndunarafli eða einfaldlega villandi málflutning verð ég að viðurkenna að þetta fer í taugarnar á mér.
Þessi smáu skref
Þessa dagana er okkur sagt að stefnt sé að því að fækka sauðfjárbændum á næstu árum og eru þær aðgerðir hluti af nýjum búfjársamningi. Nú fer það vart framhjá mörgum að þetta er þjóðhagslega hagkvæmt. Vandamálið er hins vegar það að enn er gert ráð fyrir ríkisstyrkjum í landbúnaði.