,,Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ var Jón Hreggviðsson látinn spyrja í Íslandsklukkunni þegar hann fór undan því að svara hvort hann hefði framið morð. Ef til vill eiga þessi orð best við þegar rætt er um virkan líknardauða eða líknardráp.
Brynjólfur Þór Guðmundsson
En það gæti verið satt!
Það er alltof lítið gert úr því að rifja upp afrek og ummæli stjórnmálamanna á fyrri tíð. Um það höfum við á Skoðun gerst sekir eins og svo margir aðrir. Því er ekki úr vegi að rifja upp nokkur ummæli hins merka stjórnmálaleiðtoga Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Manns sem sameinaði í senn helstu kosti bóndadurgsins […]
Hroki eða fáfræði?
„Það kom aldrei til álita af okkar hálfu að við borguðum þetta allt. Og mér finnst það vera óeðlileg krafa.“ Þetta er það sem fjármálaráðherra hafði að segja um þá ákvörðun að heimila hækkun útsvars án þess að því yrði mætt að fullu með lækkun tekjuskatts. Skattar á tekjur almennings munu því hækka um allt […]
Fjölgar dómsmálaráðherra afbrotum?
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra sagði þingheimi í síðustu viku að hún muni innan skamms leggja fram frumvarp um þyngri refsingar við fíkniefnabrotum. Það vekur upp spurningar um hvort hún hafi að einhverju leyti kynnt sér skýrslu um áhrif refsinga sem...
Að vefja sig þjóðfánanum
Víða er haft fyrir satt að þeim mun minna sem stjórnmálamaður hefur fram að færa sé hann þeim mun duglegri að umvefja sig þjóðfána sínum. Hin hlið sömu hneigðar er að gera öðrum upp trúleysi á eigin þjóðerni. Af einhverjum ástæðum varð mér hugsað til þessa þegar ég heyrði Halldór Blöndal lýsa afstöðu sinni til […]
Við vitum betur
Kunningi minn sem er trúleysingi stendur í stappi við skólann sem ungur sonur hans gengur í. Þannig eru mál með vexti að sonurinn á að skila verkefni sem tengist þemadögum um að þúsund ár séu liðin frá kristnitökunni á Þingvöllum árið 1000. Verkefnið er að skrifa bæn...
Heimska
Það ætti ekki að hafa farið fram hjá lesendum Skoðunar að þeir sem að útgáfunni standa hafa nokkuð ákveðnar skoðanir þegar kemur að málefnum innflytjenda og umræðu sem þeim tengist. Ég fagnaði því mjög ráðstefnunni um fjölmenningarlegt þjóðfélag sem haldin var á...
Bölvað bull
Eitt sem ég get ekki annað en furðað mig á er hversu hrifnir margir fjölmiðlamenn eru af skoðanakönnunum, sérstaklega skoðanakönnunum sem þeir ættu að geta sagt sér sjálfir að eru með öllu ómarktækar. Gott dæmi um þetta er einn af uppáhalds fjölmiðlamönnunum mínum. Egill Helgason, hinn spræki umsjónarmaður þess ágæta þáttar Silfurs Egils, virðist hafa […]
Flóttaleið stjórnarflokkanna
Ég skal fúslega viðurkenna að ég get verið fremur kaldhæðinn og vantrúaður á að stjórnmálamenn vinni alltaf eftir bestu samvisku, meini allt sem þeir segja og segi allt sem þeir meina. Ef til vill er það þess vegna sem ég lít fyrst og fremst á starf auðlindanefndar sem flóttaleið stjórnarflokkanna frá afstöðu sem hefur valdið […]
Fróðlegur dagur að baki
Evrukosningarnar áfall fyrir stuðningsmenn aukins Evrópusamruna Niðurstaða Evrukosninganna í Danmörku í gær hlýtur að vera mikið áfall fyrir stuðningsmenn aukins Evrópusamruna. Það hefur verið yfirlýst stefna fjölmargra framámanna, hvoru tveggja í Evrópusambandinu og ríkisstjórnum aðildarríkja þess, að vinna að auknum efnahagslegum og pólitískum samruna ríkjanna fimmtán. Danskir kjósendur hafa nú í annað sinn á fáum […]