Hið stóra efnahagslega plan: Hugsum jákvætt

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Samkvæmt forsætisráðherra felst „hið stóra efnahagslega plan“ í því að „trúa á Ísland“ og ekki síður í því að „trúa á okkur sjálf og þau tækifæri sem okkur bjóðast“. Líklegast hefur Sigmundur Davíð lesið ritrýnda vísindaritið „The Secret“ (Leyndarmálið) sem gengur út á einmitt þetta. Ef við viljum ná frama, verða ríka og hamingjusöm þurfum við bara að „trúa“ og …

Sigmundur Davíð rökræðir við Sigmund Davíð

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ef Sigmundur Davíð vildi gagnrýna Sigmund Davíð. Hvernig myndi hann gera það? Hugsanlega svona: Rökræða er forsenda framfara. Því vil ég segja ykkur að forsætisráðherra er ósvífinn lygari. Hann fullyrðir reglulega eitthvað sem stenst enga skoðun og virðist ekki geta sætt sig við raunveruleikann. Ég þarf ekki og að rökstyðja það frekar hvað forsætisráðherra er ósannsögull enda veit ég að …

Sjálfkrafa skráning barna í stjórnmálaflokka

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Það þarf nauðsynlega að setja lög á Íslandi sem fjalla um sjálfkrafa skráningu barna í stjórnmálaflokka. Sumum finnst þessi hugmynd fáránleg en ég skil ekki af hverju. Búum við ekki í lýðræðisríki? Eru Íslendingar ekki lýðræðisþjóð? Í 1.gr. stjórnarskrárinnar segir orðrétt: „Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.“ Þetta segir í fyrstu greininni en ekki til dæmis í 62. grein eða …

Hrokakeppni Framsóknarmanna

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Stundum held ég að þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins séu í einhverri innbyrðis keppni um að fara í taugarnar á almenningi í landinu. Hrokinn í tilsvörum þeirra er það algengur að ekki er hægt að gera þeim upp að vera einfaldlega svona lélegir í mannlegum samskiptum. Framsóknarþingmennirnir hljóta að svara svona af ráðnum hug. Óljóst er hver er að vinna þessa …

Jafnrétti Silfurskeiðabandalagsins

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Hugsjónir fólks og flokka eru mismunandi eins og gengur. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, hið svokallaða Silfurskeiðabandalag, er með sínar hugsjónir á hreinu. Jafnrétti þeirra er ljóst. Allir eiga að fá skuldir niðurfelldar jafnt. Óháð tekjum eða eignastöðu að öðru leyti. Allir eiga helst að borga sama skatt, sama hvað þeir eru með í laun. Ekki er mikilvægt að niðurgreiða tannlækningar …

10 liða áætlun um lausn á vanda heimilanna – í hnotskurn

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Segja að „heimili“ landsins séu skuldug að minnsta kosti sex sinnum á dag eða þar til fólk hættir að hlusta. Endurskilgreina „heimili“ þannig að hugtakið eigi bara við þá sem hafa tekið lán og keypt húsnæði. Leigjendur kallist hér eftir flökkufólk. Endurskilgreina orðið „forsendubrestur“ þannig að það fjalli bara um fólk sem tók lán og keypti sér húsnæði óháð efnahagslegri …

Stjórnarskrármálið í höfn!

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Fregnir herma að Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu Bjarna Ben, sé tilbúinn að samþykkja drög að nýrri stjórnarskrá svo lengi sem 114% kosningabærra manna staðfesti drögin í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður í blíðskaparveðri undir tvöföldum regnboga þann 30. febrúar næstkomandi. Samkvæmt sömu heimildum strandar málið nú helst á Framsóknarflokknum og þá sérstaklega Vígdísi Hauksdóttur sem óttast að án strangari skilyrða sé stærðfræðilega …

Trú í lagi svo lengi sem trúariðkun er sleppt?

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Nokkurn veginn svona hljómar rökstuðningur Friðriks Schrams Kristskirkjuprests í Fréttablaðinu í dag. Það er ekkert að því að vera trúaður, svo lengi sem hinn trúaði iðkar ekki trú sína. Ég ítreka að trúhneigð er ekki það sama og trúariðkun. Við verðum að gera greinarmun á þessu tvennu og það geri ég. Til er trúað fólk sem biður ekki bænir og …