Gagnrýni er ekki það sama og einelti

Fullorðið valdamikið fólk sem er gagnrýnt, vegna eigin orða og athafna, er ekki lagt í einelti. Ég hef, eins og allt of margir, upplifað raunverulegt einelti. Það er niðrandi og virkilega óviðeigandi að bera reynslu eineltisfórnarlamba við gagnrýni á Vigdísi Hauksdóttur eða annað…

Eineltisminningar 5: Veggurinn

,,Ég vildi óska þess að þeir myndu drepa mig“. Það er ljótt að segja það en þetta hugsaði ég stundum á grunnskólaárum mínum. Ég hef sagt það áður og ítreka það hér að það andlega ofbeldi sem ég upplifði í grunnskóla var margfalt verra og áhrifameira en það líkamlega. Sérstaklega þegar til lengri tíma er litið. (meira…)

Eineltisminningar 4: Þegar girt var niður um mig

Það er undarlegt að eiga nánast bara leiðinlegar minningar frá grunnskóla. Þannig er það nú samt. Varla vegna þess að slæmu stundirnar voru svona mikið fleiri en þær góðu, heldur líklegast frekar vegna þess að þær voru eftirminnilegri og höfðu dýpri áhrif á persónu mína og þroska. Ég man t.a.m. vel eftir einu atviki þegar nokkrir strákarnir ákváðu að pína mig í frímínútum á einum af göngum skólans. (meira…)

Eineltisminningar 1: Siggi slef

Ég heiti Sigurður Hólm Gunnarsson, öðru nafni Siggi slef. Það var ég í það minnsta kallaður af bekkjarfélögum mínum í grunnskóla allt þar til ég útskrifaðist. Eða þar til ég var tæplega 16 ára. Ég lenti í einelti nær alla mína grunnskólaævi og það eru ekki ýkjur að segja að sú reynsla hafi haft mikil áhrif á líf mitt og tilfinningar. (meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka