Umræðuþáttur um einelti – (Myndband)

Sigurður Hólm GunnarssonHljóð og mynd

Einelti er alvarlegt ofbeldi sem getur haft alvarlegar langvarandi afleiðingar fyrir þá sem lenda í því. Sem dæmi virðist kvíði og vanlíðan vera 10-20 sinnum algengari hjá eineltisfórnarlömbum auk þess sem þau eru með mun minna sjálfsálit en aðrir. Ýmsar rannsóknir benda til þess einelti geti haft svipuð áhrif á heilsu og líðan þolenda og kynferðisleg misnotkun eða alvarleg vanræksla. Áhrifin …

Allt um Einelti – ný heimildarmynd á netinu

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar, Hljóð og mynd

Síðasta fimmtudag mætti ég á frumsýningu á heimildarmyndinni Allt Um Einelti í Bíó Paradís. Leikstjóri myndarinnar er Viðar Freyr Guðmundsson og á hann mikið hrós skilið fyrir þessa mynd. Hægt er að horfa á myndina frítt á einelti.com og inn á VOD kerfum símafyrirtækjanna. Ég hvet alla til að horfa á myndina og dreifa henni. Ég mæli sérstaklega með myndinni …

Gagnrýni er ekki það sama og einelti

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Fullorðið valdamikið fólk sem er gagnrýnt, vegna eigin orða og athafna, er ekki lagt í einelti. Ég hef, eins og allt of margir, upplifað raunverulegt einelti. Það er niðrandi og virkilega óviðeigandi að bera reynslu eineltisfórnarlamba við gagnrýni á Vigdísi Hauksdóttur eða annað fólk í valdastöðum. Jafnvel þó sú gagnrýni geti verið óvægin og oft ómálefnaleg. Einelti er meðal annars skilgreint sem „samskipti sem einkennast af ákveðnu ójafnvægi aflsmuna eða annars valds“. Vigdís er ein valdamesta …

Uppbyggileg umræða um einelti

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég hef mikinn áhuga á því að taka þátt í uppbyggilegri og gagnlegri umræðu um einelti í skólum. Þá er ekki nóg að fjalla bara um afleiðingar eineltis sem vissulega geta verið hræðilegar. Það er heldur ekki gagnlegt að eyða miklu púðri í að finna sökudólga. Mikilvægast af öllu er að finna lausnir. Hvað er hægt að gera til að draga …

Byltum skólaumhverfi sem hvetur til eineltis

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Einelti í grunnskólum er viðvarandi vandamál þó vitundarvakning hafi vissulega orðið á undanförnum árum. Flestir eru orðnir meðvitaðir um að einelti er ofbeldi sem verður að taka alvarlega og koma í veg fyrir. Flestir skólar eru með eineltisáætlanir og foreldrar, kennarar og aðrir starfsmenn skóla eru í flestum tilvikum duglegir að  fylgjast með hvernig börnum líður í skólanum og grípa …

Stöðvum ofbeldi gegn börnum

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Allt að fjögur þúsund börn verða fyrir heimilisofbeldi, kynferðislegu ofbeldi, vanrækslu, einelti og öðru ofbeldi á Íslandi á hverju ári ef marka má nýja skýrslu UNICEF um Réttindi barna á Íslandi. Sama hver nákvæmur fjöldi barnanna er þá er ljóst að ofbeldi hefur gríðarleg áhrif á bæði líðan og áhættuhegðun þeirra barna sem verða fyrir ofbeldinu. Oft vara áhrifin langt …

Bully á RÚV

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Eineltismyndin Bully var sýnd á RÚV í gær. Sá hana reyndar ekki í gær en fór á hana þegar hún var til sýningar í kvikmyndahúsum. Ég sé að margir eru að tala um myndina á Facebook sem er gott mál. Myndin vekur óneytanlega upp tilfinningar og umræðu um það samfélagsvandamál sem einelti er. Ég vísa í umfjöllun mína um Bully …

Grimmd – Sögur af einelti

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Fór á heimildarmyndina The Bully Project („Grimmd – Sögur af einelti“ samkvæmt íslenskri þýðingu) í kvöld.  Þetta er hin ágætasta mynd sem hafði töluverð áhrif á mig. Ég felldi nokkur tár og fann fyrir reiði sem er svosem ekkert nýtt þegar kemur að umfjöllun um einelti. Það góða við þessa mynd er að hún vekur athygli á einelti og fær …