Bankaskatturinn og forsendubresturinn

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Boðaður bankaskattur hefur vakið upp nokkrar spurningar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur réttilega bent á að fjármálastarfsemin í landinu hefur valdið gríðarlegum kostnaði. „Ekki bara fyrir ríkissjóð, heldur líka fyrir heimilin og atvinnustarfsemina almennt.“ Þannig réttlætir fjármálaráðherra hærri skatt á fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Ég er sammála Bjarna. Það er kominn tími til þess að fjármálafyrirtækin taki einhverja ábyrgð á hruninu. Ef hægt …

Tillögur um skuldaniðurfellingu – fyrstu viðbrögð

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaniðurfellingu hafa litið dagsins ljós. Kynningin á tillögunum í Hörpu var flutt á ljóshraða og því missti ég af nokkrum glærunum þegar ég þurfti að blikka augunum. Það sem ég skrifa hér eru bara mín fyrstu viðbrögð. Nú á eftir að kryfja þessar tillögur og sjá hvaða vit er í þeim. Eitt virðist þó nokkuð ljóst. Þessar …

Áróður Samtaka atvinnulífsins gegn launafólki

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Það styttist í kjarasamninga og áróðursvél Samtaka atvinnulífsins (SA) gegn launahækkunum er komin í gang. Samkvæmt nýrri sjónvarpsauglýsingu SA eru launahækkanir rót alls ills. „Of miklar“ launahækkanir valda víst bæði verðbólgu og auknu atvinnuleysi. Fyrri staðhæfingin er umdeilanleg og sú síðari líklegast röng.  „Of miklar launahækkanir hafa valdið verðbólgu sem hefur étið upp ávinninginn.“ Þó launahækkanir geti vissulega ýtt undir …

Ekkert mál að lækna Landspítalann

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Mikið er fjallað um slæma stöðu Landspítalans. Sagt er að „allir“ hafi skilning á ástandinu og vilji forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins. Það er lygi, eins og er augljóst ef maður les fjárlagafrumvarpið eða hlustar á suma fulltrúa stjórnarflokkanna. Það sorglega við þessa stöðu er að það er ekkert mál að lækna Landspítalann. Þetta eru engin geimvísindi. Ef það er hægt …

Meðvirkni með ríkisstjórn ríka fólksins

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Hugmyndin um Læknavísindakirkjuna er skemmtileg en um leið óframkvæmanleg. Fyrst og fremst er hugmyndin þó dæmi um grátlega meðvirkni fólks með ríkisstjórn sem hugsar fyrst og fremst um hagsmuni hinna ríku. Það hefði verið tiltölulega einfalt að efla Landspítalann og aðra almannaþjónustu með réttri forgangsröðun og það án þess auka við skuldir ríkisins. Ríkisstjórnin, hið svokallaða silfurskeiðabandalag, ákvað að lækka …

Viltu eina strætóferð eða betri Landspítala?

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ávinningur fólks af skattalækkunum Silfurskeiðabandalagsins er misjafn. Samkvæmt opinberum tölum og fréttum er tekjulægsti hópurinn að „græða“ 372 krónur á mánuði á meðan sá tekjuhæsti (sem fær lækkun að þessu sinni) að „græða“ tæpar 4000 krónur á mánuði. Þessi skattalækkun kostar víst um fimm milljarða króna bara á næsta ári. Þegar stjórnmálamenn segja að ekki séu til peningar til að …

Mótmælum ójafnaðarstjórninni

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Sérhagsmunastefna ríkisstjórnarinnar hefur verið afhjúpuð. Eftir birtingu fjárlaga má öllum að vera það ljóst að stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins er fyrst og fremst stjórn hinna ríku. Stórfyrirtækjum, sérhagsmunaöflum og efnafólki er samviskusamlega hlíft á meðan ráðist er með grímulausum hætti að lág- og millitekjufólki með því að skera niður í almannaþjónustunni og hækka gjöld. Við þetta bætist að stjórnmálamenn í …

Ójafnaðarstjórnin

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Núverandi ríkisstjórn er sannkölluð ójafnaðarstjórn. Helstu mál á dagskrá eru flatar skuldaniðurfellingar, flatar skattalækkanir, afnám eða lækkun ýmissa skatta og gjalda og um leið gríðarlegt aðhald í opinberum rekstri. Eins og margoft var bent á fyrir kosningar er flöt niðurfelling skulda óháð eignum, tekjum og greiðsluvanda fólks, lítið annað en öfugur sósíalismi. Í staðinn fyrir að hið opinbera hjálpi fyrst …