Viðtöl

Brauðamolakenningin er beinlínis hættuleg (Harmageddon)

Brauðamolakenningin er beinlínis hættuleg (Harmageddon)

Misskipting hefur aukist mikið undanfarin þrjátíu ár í löndum OECD. Ójöfnuður í heiminum öllum er fáránlega mikill. Það er átakanleg staðreynd að nokkrir tugir ofurríkra einstaklinga eiga álíka mikinn auð og fátækasti helmingur alls mannskyns. Þessi misskipting felur í sér mikla sóun og óþarfa eymd. Fjöllum um ójöfnuð og hvað er hægt að gera til að draga úr honum. Það reyni ég að gera í þessu stutta viðtali.

Rangfærslur um Siðmennt leiðréttar enn og aftur

Rangfærslur um Siðmennt leiðréttar enn og aftur

Í gær mætti ég Brynjari í útvarpsþættinum Harmageddon þar sem við ræddum málin. Ég gerði heiðarlega tilraun til að útskýra enn og aftur fyrir þingmanninum (og aðdáendum hans) fyrir hvað Siðmennt stendur og af hverju félagið berst fyrir jafnrétti og fullu trúfrelsi.

Ayn Rand költið

Ayn Rand költið

Ég kom við í Harmageddon í gær og ræddi um frjálshyggjugoðið Ayn Rand og hennar skoðanir. Held ég því fram að hluthyggjuhreyfing Rand hafi verið hálfgert költ. Frosti Logason er mér ekki alveg sammála enda svolítill Randisti en ég held að mér hafi tekist að sannfæra Mána. Vonum það 🙂