Í öllum tilfellum réttlætir Gústaf afstöðu sína með því að Ísland sé „kristin þjóð“ og sé síðasta „kristna vígið“ í Evrópu. Hann virðist á móti öllum lagabreytingum sem stangast á við „Heilaga ritningu“, en slík lög eru víst „fráhvarf frá skíru og kláru boði Heilagrar ritningar og í andstöðu við siðfræði kristinnar kirkju í heild sinni.“ Svo óttast þessi sami maður að tekin verði um sharia lög á Íslandi. Kannski ekki skrítið því ef hann fengi að ráða væru lög á Íslandi líklegast alfarið byggð á „Heilagri ritningu“.
Íslam
Umræðan um íslam (upptaka frá málþingi Siðmenntar og fjölmiðlaumfjöllun)
Fárið í kringum málþing Siðmenntar um íslam hefur verið mikið og umræðan á köflum rætin. Mikilvægt er að fólk kynni sér umræðuna í samhengi. Því hef ég ákveðið að setja inn upptöku af málþinginu og umfjöllun í fjölmiðlum á einn stað. Þessi síða verður uppfærð eftir...
Ofstæki og ofbeldishótanir í kjölfar málþings um Íslam (Harmageddon viðtal)
Viðtal við Sigurð Hólm í kjölfar málþings Siðmenntar um Íslam í Harmageddon. Fjallað um ofstæki og ofbeldishótanir sem bárust í kjölfar málþingsins.
Ofstækið afhjúpað
Í íslenskum veruleika er ýmislegt að óttast. Það sem við þurfum að óttast hvað mest þessa stundina er uppgangur fasískra öfgaafla sama í hvaða hópum þau öfl leynast. Ég tel það í raun hættulegt hversu algengt það er að fólk með öfgahægri skoðanir tjáir sig mikið af lítisvirðingu og hatri um aðra þjófélagshópa. Sumum finnst meira að segja í lagi að leggja til að ákveðin trúarbrögð verði bönnuð og það í nafni frelsisins.
Á að óttast Íslam? (Harmageddon viðtal)
Ibrahim Sverrir Agnarsson og Sigurður Hólm ræða við Harmageddon um málþing Siðmenntar um Íslam.
Ert þú á móti trúfrelsi?
Ef marka má niðurstöður úr nýlegri könnun MMR til afstöðu Íslendinga til þess að mismunandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi virðast margir vera á móti trúfrelsi. Ert þú einn af þeim? Spurt var:„Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að eftirfarandi...
Siðmennt og Framsóknarflokkurinn í Reykjavík
Presthjónin Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir skrifa afskaplega undarlegan pistil í Fréttablaðið í gær þar sem þau fullyrða að viðhorf Framsóknarflokksins í Reykjavík til trúarbragða séu sambærileg viðhorfum Siðmenntar. Þessi túlkun presthjónanna á stefnu...
Nokkrar spurningar til forsætisráðherra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, birti áðan „hugrenningar“ sínar um moskumálið svokallaða á Fésbókarsíðu sinni. Þessi meistari rökhyggjunnar skrifar tveggja blaðsíðna pistil þar sem hann velur að svara ekki...
Lausnin er veraldlegt samfélag
Hefur þú áhyggjur af ofstækisfullum trúarhópum? Ertu á móti því að borgin gefi múslímum lóð undir mosku? Telur þú tjáningarfrelsið mikilvægt? Viltu tryggja jafnrétti og mannréttindi allra? Fara fordómar í taugarnar á þér? Viltu berjast gegn kúgun kvenna og...
Fjallað um bandaríska eldklerka og moskur í Harmageddon
Ég mætti í stutt viðtal í dag í Harmageddon þar sem ég ræddi meðal annars um komu predikarans Franklin Graham til landsins og um byggingu mosku á Íslandi.