Hvað gerir Elizabeth Warren?

Hvað gerir Elizabeth Warren?

Ef Warren dregur sig í hlé og styður Sanders af krafti gæti hún svo gott sem tryggt honum sigurinn og orðið hetja meðal þeirra sem vilja róttækar breytingar. Ef hún aftur á móti dregur lappirnar gæti hún skemmt fyrir Sanders sem stendur henni mun nær í pólitík en Joe Biden. Framsækið vinstrafólk í Bandaríkjunum, og um heim allan, myndi seint fyrirgefa henni það.

Ekki horfa aðgerðalaus á ofbeldi ungmenna

Ekki horfa aðgerðalaus á ofbeldi ungmenna

Fyrir um ári lenti ég í þeirri óþægilegu reynslu að þurfa að stöðva hópslagsmál í Grafarvoginum.

Síðan þá hef ég því miður fengið af og til ábendingar um fleiri sambærileg atvik og fengið að sjá margar upptökur af fólskulegum árásum þar sem hópur ungmenna ræðst að einum. Nú síðast í þessari viku. Ofbeldið er sláandi. Sparkað er í höfuðið á liggjandi ungmennum og stundum eru vopn notuð.

Sigrar Sanders í New Hampshire?

Sigrar Sanders í New Hampshire?

Sanders er talinn líklegastur til að sigra í kosningunum í New Hampshire í dag. Samkvæmt meðaltölum síðustu kannana er Sanders spáð mestu fylgi eða 28,7%, Buttigieg 21,3%, Klobuchar 11,7% en Biden og Warren er spáð 11% fylgi. Ef þetta verður niðurstaðan mun það líta mjög vel út fyrir Sanders en að sama skapi mjög illa út fyrir Joe Biden sem hefur frá upphafi verið talinn líklegastur til að verða útnefndur frambjóðandi Demókrata.

Bernie Sanders byltingin

Bernie Sanders byltingin

Það verður spennandi að sjá hver niðurstaðan verður í Iowa í kvöld/nótt og svo í New Hampshire eftir viku. Vonandi verður loksins valinn sannur mannvinur, sem Bernie Sanders vissulega er, til að leiða Demókrataflokkinn til sigurs gegn Donald Trump síðar á árinu. Vonandi…

Það er dýrt að spara í velferðarmálum

Það er dýrt að spara í velferðarmálum

Það kostar að tryggja jöfnuð, tækifæri og samkennd í samfélaginu en það kostar meira að búa í samfélagi ójöfnuðar því aukinn ójöfnuður mun alltaf skapa upplausn í samfélaginu, óhamingju og aukna glæpi. Allir tapa á slíku samfélagi, ríkir sem fátækir.

Jólin: Tími ljóss, friðar og væntumþykju

Jólin: Tími ljóss, friðar og væntumþykju

Flest höldum við brátt jól og stuttu síðar fögnum við áramótum. Sumir halda jól á trúarlegum forsendum en aðrir ekki. Ég aðhyllist lífsspeki sem kallast siðrænn húmanismi. Ég er trúlaus í þeim skilningi að ég aðhyllist ekki skipulögð trúarbrögð né trúi ég í blindni á...

Ekki í mínu hverfi!

Ekki í mínu hverfi!

-- Auðvitað viljum við að börn með fíknivanda fái aðstoð. Bara ekki í mínu hverfi! -- Að sjálfsögðu á fólk að fá örugga og gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. En ég vil borga lægri skatta! -- Það verður að tryggja að geðfatlaðir hafi öruggt húsaskjól. En ekki í mínu...