Ég ræddi við Pawel Bartoszek um málefni vistheimila og stofnana og nauðsyn þess að leggja aukið fjármagn í málaflokkinn. Umræðan var framhald af orðaskiptum sem ég og Pawel áttum á Facebook í gær:...
Harmageddon
Fjallað um trúarlegt hlutleysi opinberra skóla í Harmageddon
Ég mætti í stutt viðtal í Harmageddon í morgun þar sem ég fjallaði um trúarlegt hlutleysi opinberra skóla. Hlusta má á viðtalið á vef Vísis: Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi hefur sett upp sérstaka síðu þar sem fólk getur nálgast leiðbeiningar Mennta- og...
Áfram um jafnaðarstefnuna (Harmageddon)
Ég mætti í stutt viðtal hjá Frosta í Harmageddon um jafnaðarstefnuna og af hverju ég er í framboði.
Hvers vegna er ég jafnaðarmaður? (Harmageddon)
Hér ræði ég við Mána Pétursson í Harmageddon um hvers vegna ég er jafnaðarmaður.
Brynjar Níelsson og Sigurður Hólm ræða um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu (Harmageddon)
Ég mætti Brynjari Níelssyni í Harmageddon og ræddi við hann meðal annars um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og forgangsröðun í útgjöldum ríkisins.
Hvar á að jarða trúleysingja?
Umræður í Harmageddon 15. október 2015 um greinina Trúleysingjar fresti eigin dauðdaga.
Brauðamolakenningin er beinlínis hættuleg (Harmageddon)
Misskipting hefur aukist mikið undanfarin þrjátíu ár í löndum OECD. Ójöfnuður í heiminum öllum er fáránlega mikill. Það er átakanleg staðreynd að nokkrir tugir ofurríkra einstaklinga eiga álíka mikinn auð og fátækasti helmingur alls mannskyns. Þessi misskipting felur í sér mikla sóun og óþarfa eymd. Fjöllum um ójöfnuð og hvað er hægt að gera til að draga úr honum. Það reyni ég að gera í þessu stutta viðtali.
Brauðmolakenningin er stórhættulegt rugl
Því fyrr sem stjórnmálamenn, og almenningur sem kýs þá til valda, átta sig á því að brauðmolakenningin er stórhættulegt rugl, því betra. Í raun er lífsnauðsynlegt að almenningur átti sig á þessu sem fyrst. Helst fyrir næsta hrun.
Umræðan um íslam (upptaka frá málþingi Siðmenntar og fjölmiðlaumfjöllun)
Fárið í kringum málþing Siðmenntar um íslam hefur verið mikið og umræðan á köflum rætin. Mikilvægt er að fólk kynni sér umræðuna í samhengi. Því hef ég ákveðið að setja inn upptöku af málþinginu og umfjöllun í fjölmiðlum á einn stað. Þessi síða verður uppfærð eftir...
Ofstæki og ofbeldishótanir í kjölfar málþings um Íslam (Harmageddon viðtal)
Viðtal við Sigurð Hólm í kjölfar málþings Siðmenntar um Íslam í Harmageddon. Fjallað um ofstæki og ofbeldishótanir sem bárust í kjölfar málþingsins.