Það hefur lengi verið talað um góðærið. Það er talað um að efnahagslífið sé í blússandi blóma og að öllum gangi allt í haginn. Vissulega hefur verið uppgangur í efnahagslífinu og er það vel. En þó má ávallt ganga að því sem vísu að allt er á hraðri niðurleið þegar kemur að kjarasamningum.
Gestapennar
Hver tekur upp hanskann fyrir RÚV?
Reglulega koma fréttir og greinar að hinir og þessir séu á móti ríkisrekstri og sérstaklega þá því sem tengist afnotagjöldum ríkissjónvarps. Frasar eins og leiðinleg dagskrá, ekki rekið með hagnaði, þetta geta einkaaðilar og, það nýjasta, brýtur í bága við...
RÚV mafían
Ég var rétt í þessu að fá innum bréfalúguna skrýtna rukkun, ásamt hótunum um lögfæðiinnheimtu ef ég greiði ekki hið snarasta. Ég er því allsendis óvanur að fá send slík hótunarbréf , þareð ég er vanur að greiða fljótlega alla þá gíróseðla sem mér berast, svo fremi sem ég kannast við að skulda þá.
Dönskukennsla í grunnskólum
Á sumri liðnu fékk undirritaður spurningalista á vegum Auðar Hauksdóttur, lektors í dönsku við Háskóla Íslands, inn um bréfalúguna. Þessi listi var í stuttu máli liður í rannsókn hennar á því hvernig íslenskum námsmönnum í Danmörku (sem undirritaður er) gengur að nota dönskuna sem tjáskiptatæki í framhaldsnámi sínu. Niðurstöðurnar hyggst hún svo kynna íslenskum dönskukennurum […]