Hver tekur upp hanskann fyrir RÚV?

Logo

25/10/1999

Höfundur:

25. 10. 1999

Reglulega koma fréttir og greinar að hinir og þessir séu á móti ríkisrekstri og sérstaklega þá því sem tengist afnotagjöldum ríkissjónvarps. Frasar eins og leiðinleg dagskrá, ekki rekið með hagnaði, þetta geta einkaaðilar og, það nýjasta, brýtur í bága við jafnræðisreglu stjórnarskráarinnar heyrast reglulega Þvílík endemis vitleysa. Ég skal rekja þetta lið fyrir lið. Leiðinleg […]

Reglulega koma fréttir og greinar að hinir og þessir séu á móti ríkisrekstri og sérstaklega þá því sem tengist afnotagjöldum ríkissjónvarps. Frasar eins og leiðinleg dagskrá, ekki rekið með hagnaði, þetta geta einkaaðilar og, það nýjasta, brýtur í bága við jafnræðisreglu stjórnarskráarinnar heyrast reglulega Þvílík endemis vitleysa. Ég skal rekja þetta lið fyrir lið.


Leiðinleg dagskrá
Spaugstofan, fólki undir 25 ára aldri finnst þetta ekki fyndið, en við getum ekki haldið að sólin snúist kringum jörðina. Það er nú bara þannig að mömmu og pabba mínum finnst þetta fyndið og mikið af öðru fólki. Hver erum við að ákveða hvað öðrum finnst. Mér þykir mikið af þáttunum í Sjónvarpinu leiðinlegir t.d. ræder köp, fallega og sífellt unga fólkið í beverlí hills, melrós pleis og hinar sápurnar. En ég missi ekki af Nýjasta tækni og vísindi og Fréttum. Það er nú þannig að við getum öll fundið eitthvað sem við viljum horfa á og höfum gaman. Ríkissjónvarpið reynir að gera öllum jafn hátt undir höfði og mér finnst þeim bara takast vel til.

Svo er það sem heitir innlend dagskrágerð sem einkaaðilar eru ekki skyldugir til að vera með. Allt í lagi Stöð tvö er með ,,Sögur af landi“ með formannsefninu í fararbroddi, ég bý úti á landi og mér er ekki skemmt. Til að þættirnir hafi safa (séu djúsí) þarf það að vera með því sniði að allt sé á leið til helvítis. Allir að flytja, get bara fengið vinnu í fiskinum eða sjoppunni, félagsleg eymd sveitanna og sífellt rok og snjór. Ég bý úti á landi og í bænum mínu fjölgaði um 80 manns fyrstu níu mánuði þessa árs. Hér rétt hjá eru tvö stóriðjuver, hér er Fjórðungssjúkrahús með hátekjulæknum og borgar hjúkrunarfræðingum bestu laun allra sjúkrahúsa á landinu að ógleymdri fiskvinnslu sem á nær 6% af heildarkvóta landsins. Og þetta er snjóléttasti staður landsins. En þetta er bara enn eitt dæmið um það að ekki er öllum sjónarmiðum komið á framfæri. Ekki talað um að húsin eru ódýrari, fjölskylduvænt umhverfi, og enginn helvítis hálftími bara til að koma sér í vinnuna fastur í umferð á Gullinbrú. Nei við þurfum að hafa minnsta kosti einn fjölmiðil sem er skylt að koma öllum sjónarmiðum á framfæri. Og hvað með það þó að ríkið ákveði að hafa aðra stöð. Það hlýtur því bara þýða að við fengjum helmingi meira af íslensku efni.

Ekki rekið með hagnaði (lokað vegna vanskila)
Þetta er það sem mér finnst alveg sprenghlægilegt. Myndi þetta sama fólk vera ánægt með það, að það væri skattpínt of mikið þannig að Sjónvarpið fengi svo mikla peninga að það vissi ekki hvað það ætti að gera við þá og skilaði þar af leiðandi hagnaði. Heldur ætti það að líta til þess að Bókhlöðuskatturinn svokallaði er enn í gangi og þar rennur bara ákveðin summa í rétta farveginum og hitt hirðir ríkissjóður.

Svo er það líka ekki sami hlutur þegar fyrirtæki í eigu ríkisins skila ekki rekstarafgangi. Búum til dæmi: Áburðarverksmiðja í eigu ríkisins er rekin með tíu milljóna tapi. Einkaaðili yrði alveg æfur, hvernig ætti hann að geta greitt 10% arðin sem hann hafði lofað fjárfestunum, hann veit ráð! Rekur alla starfsmenn, lokar og byrjar að flytja inn tilbúinn áburð og notar uppsafnað tap til að skila 15% arði á næsta ári, sá einkaaðili getur rekið umboðsýslu með áburð með hagnaði en ríkð ekki. En ef ríkið ætti verksmiðjuna með 150 starfsmenn sem hver er með 250 þúsund á mánuði í meðaltekjur = 37.5 milljónir í laun til íslenskra fjölskyldna. 10% af þessu fer í sveitafélagið nær 4 miljónir, 30% í ríkissjóð = 11,25 miljónir. Þarna er ríkið og sveitafélög búin að dekka það sem uppá vantaði yfir árið á einum mánuði. Svo borgar verksmiðjan fasteignagöld, hita og rafmagn og margt fleira. Viðskiptajöfnuðurinn við útlönd er hagstæðari með því aðeins að flytja ekki inn tilbúinn áburð og notasti við innlenda framleiðslu. Enn þetta skiptir engu máli fyrir einkaaðlilan sem þarf að skila arði handa hluthöfum annars reka þeir forstjórann og fá annan í staðinn.

Þetta geta einkaaðilar líka: (tengist líka þessu fyrir ofan)
Gerð er könnun, þar kemur í ljós að ef þjóðinni er skipt í markhópa þá er mesta áhorf hjá fólki á aldrinum 16-23 eða með 30% af heildaráhorfstíma ( þjóðin eyðir kannski einni milljón klukkutíma fyrir framan skjáinn og þar á aldurshópurinn 16-23 300.000 klukkutíma) þannig að dýrustu auglýsingatímarnir eru fyrir þennan hóp og allir þeir þættir sem þessi aldurshópur horfir á, er á besta tíma. Minnihlutinn eða 70% þjóðarinnar verður að gera svo vel að líka það.

Ég horfði alltaf á Simpson og x-fæls. Svo var það keypt og sett á Stöð 2 og Sýn. Simpson var á svokölluðum ,,præm tæme“ á Sjónvarpinu (kl: 20 á laugardagsköldum) en hvar er það núna klukkan þrjú á þriðjudögum eða verri tíma. Og x-fæls? Hvar er það?

Nú það síðasta og kannski það erfiðasta
,,Einhver hæstaréttardómari segir að það brjóti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskráinnar“. Síðan hvenær urðu hæstaréttardómarar svona heilagir og allt sem þeir segja er rétt. Það er ekki bara til einn hæstaréttardómari, heldur einn og átta. Einu sinni sagði einn þeirra að fjölmiðlar ættu ekki að skipta sér af málum sem kæmi þeim ekki við, en tilefnið var að hæstaréttadómarar keyptu brennivín fyrir 10% af andverði og svo kom það í ljós að einn hafði keypt svo mikið brennivín (þá er ég ekki að tala um Jökla krap) að það samsvaraði flösku á dag eða meira. Allir rammskakkir í Hæstarétti. Enda dæmdi þessi sami Hæstiréttur að það að gangsetja bifreið undir áhrifum jafngildi ölvunarakstri. Afhverju þá ekki að það sama að kveikja á sjónvarpi jafngildir því að horfa á RÚV það getur alveg gerst þegar og ef þetta kemur fyrir dóm. Við þurfum að borga mörg gjöld fyrir að eiga hluti. Bifreiðargjöld fyrir bíla, fasteignagjöld til að refsa okkur fyrir að eiga þak yfir okkur og börnin.

Enn eitt er rétt í stöðunni og játa ég það fúslega og mæli með til úrbóta. Það að setja svona nefskatt á hverja fjölkyldu í landinu kemur náttúrulega verst við þá sem minnst eiga peningana. Tvöþúsund af sjötíuþúsund er 3% af tekjunum þegar tvöþúsund af tveim miljónum er 0,1%. Eða láglaunafólkið borgar 30 sinnum meira í nefskatt en hátekjumaðurinn (þetta stenst kannski ekki þessa umtöluðu reglu þar af leiðandi hljóta skráningargjöld í skóla og komugjöld á heilsugæslu að falla í þennan hóp). Því legg ég til að rekstrarfé RÚV verði einungis föst krónutala frá ríki til að halda því uppi og tryggja hlutleysi þess. Því hlutleysi RÚV er nauðsynlegt og mikilvægt. ,,Ef þú birtir þessa frétt þá kaupi ég ekki auglýsingar hjá þér“.

Geir Guðjónsson

Deildu