Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei viljað í raun efla félagslega þjónustu enda hefur valdafólk þar óbeit á samneyslu. Það vill fyrst og fremst lækka skatta og að hver sjái um sig. Í kosningabaráttu þykjast þeir vera sósíalistar. Þeir segjast ætla að bæta hitt og þetta með sósíalískum aðferðum (með því að nota skattfé) en í reykfylltum bakherbergum ræða þeir lágmarksríkið, fullyrða að skattlagning sé ofbeldi, dásama brauðmolakenninguna og tilbiðja Ayn Rand.