Ég ræddi við Pawel Bartoszek um málefni vistheimila og stofnana og nauðsyn þess að leggja aukið fjármagn í málaflokkinn. Umræðan var framhald af orðaskiptum sem ég og Pawel áttum á Facebook í gær:...
Hljóð og mynd
Bar-rabb um Samfylkinguna og jafnaðarstefnuna
Hér má hlusta á Bar-rabb mitt við Guðmund Hörð um Samfylkinguna og jafnaðarstefnuna. Viðtalið var tekið 1. desember 2016.
Fjallað um trúarlegt hlutleysi opinberra skóla í Harmageddon
Ég mætti í stutt viðtal í Harmageddon í morgun þar sem ég fjallaði um trúarlegt hlutleysi opinberra skóla. Hlusta má á viðtalið á vef Vísis: Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi hefur sett upp sérstaka síðu þar sem fólk getur nálgast leiðbeiningar Mennta- og...
Stoltur vinstri jafnaðarmaður
Margir flokkar á Íslandi eru til vinstri og margir stjórnmálamenn eru einfaldlega vinstri jafnaðarmenn, jafnvel þó sumir séu dauðhræddir við hugtakið „vinstri“ og vilji alls ekki láta bendla sig við það hugtak. Það er þó hrein og klár vinstri stefna að vilja öflugt...
Áfram um jafnaðarstefnuna (Harmageddon)
Ég mætti í stutt viðtal hjá Frosta í Harmageddon um jafnaðarstefnuna og af hverju ég er í framboði.
Hvers vegna er ég jafnaðarmaður? (Harmageddon)
Hér ræði ég við Mána Pétursson í Harmageddon um hvers vegna ég er jafnaðarmaður.
Brynjar Níelsson og Sigurður Hólm ræða um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu (Harmageddon)
Ég mætti Brynjari Níelssyni í Harmageddon og ræddi við hann meðal annars um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og forgangsröðun í útgjöldum ríkisins.
Viðtal við Sigurð Hólm og Hrund Þrándardóttur um geðheilbrigðismál í Morgunútvarpi Rásar 2 þann 8. ágúst 2016.
Hvar á að jarða trúleysingja?
Umræður í Harmageddon 15. október 2015 um greinina Trúleysingjar fresti eigin dauðdaga.
Brauðamolakenningin er beinlínis hættuleg (Harmageddon)
Misskipting hefur aukist mikið undanfarin þrjátíu ár í löndum OECD. Ójöfnuður í heiminum öllum er fáránlega mikill. Það er átakanleg staðreynd að nokkrir tugir ofurríkra einstaklinga eiga álíka mikinn auð og fátækasti helmingur alls mannskyns. Þessi misskipting felur í sér mikla sóun og óþarfa eymd. Fjöllum um ójöfnuð og hvað er hægt að gera til að draga úr honum. Það reyni ég að gera í þessu stutta viðtali.