Orsök eineltis

Menn hafa eðlilega mjög misjafnar skoðanir á orsökum eineltis, og þar með hvað hægt er að gera til að koma í veg að það eigi sér stað. Algeng skoðun er sú að einelti sé foreldrum að kenna: ,,Foreldrar kunna ekki að aga börnin sín,“ ,,Börn læra ekki lengur góða siði heima hjá sér,“ o.s.frv.

(meira…)

Hvers eiga börnin að gjalda?

Kynferðisafbrot gegn börnum eru með alvarlegri glæpum sem fyrirfinnast í okkar samfélagi. Því miður eru þessir glæpir algengari en margir halda og á ári hverju lendir fjöldi barna í því að vera misnotaður kynferðislega. Erfitt er fyrir þann sem ekki hefur orðið fyrir kynferðismisnotkun að ímynda sér þær sálarkvalir sem þau börn líða sem verða fyrir þessum hræðilega glæp. Jafn erfitt getur reynst að skilja af hverju stjórnvöld samþykkja lög sem sérfræðingar eru sammála um að munu auka á þessar sálarkvalir.

(meira…)

Formaður Félags ungra jafnaðarmanna segir satt

Þann 29. október síðastliðinn birtist grein eftir Hróbjart Guðsteinsson, „Formaður Félags ungra jafnaðarmanna segir ósatt”, þar sem hann sakar mig um ósannindi og sögufölsun. Tilefnið er grein sem ég sendi í Morgunblaðið og var birt 14. október. Í þeirri grein (Fordómar eða umburðalyndi?), sem fjallar um mannréttindi samkynhneigðra, gagnrýni ég meðal annars þá sem kalla samkynhneigð synd eða sjúkdóm og vitna í hina ýmsu kafla Biblíunnar máli sínu til stuðnings. Sérstaklega tók ég dæmi af Ragnari Fjalari presti sem vitnar í Matteusarguðspjall sem hann kallar orð Jesú Krists.

(meira…)

Fordómar eða umburðalyndi?

Barátta samkynhneigðra fyrir almennum mannréttindum hefur gengið misjafnlega vel í heiminum enda fáfræði og fordómar misjafnlega útbreidd eftir löndum og heimssvæðum. Þótt lagaleg staða samkynhneigðra sé nokkuð góð hér á landi miðað við hvað gengur og gerist annars staðar, njóta þeir enn ekki fullra mannréttinda. Enn er það svo að samkynhneigðum pörum hér á landi er bannað af ríkisvaldinu að ættleiða börn. Ástæðan er líklegast blanda af fordómum og misskilningi.

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka