Kristnir kúka frítt

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Ríkisrekna kristnihátíðin sem haldin verður á Þingvöllum í sumar er dæmi um alvarlega misnotkun á almannafé og mismunun ríkisvaldsins á fólki vegna lífsskoðana þess. Nú hefur komið í ljós að ásatrúarmenn, sem halda sína árlegu hátíð á Þingvöllum átta dögum áður en að kristnihátíðin hefst, þurfa að borga um það bil eina og hálfa milljón fyrir afnot af salernis- og …

Svíar aðskilja ríki og kirkju

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Formlegur aðskilnaður ríkis og kirkju mun eiga sér stað í Svíþjóð nú í upphafi næsta árs. Þetta eru góðar fréttir fyrir þá sem aðhyllast trúfrelsi en eru andvígir óþarfa og óheppilegum ríkisafskiptum. Aðskilnaður ríkis og kirkju hér á landi er ekki spurning um hvort heldur hvenær. Það er ef Íslendingar vilja vera í hópi siðmenntaðra þjóða.

Mikilvægt skref í átt að trúfrelsi

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Það gladdi mig mikið að lesa nýlegt frumvarp Marðar Árnasonar um afnám rukkunar sóknargjalda til þeirra sem kjósa að standa utan trúfélaga. Ef frumvarp Marðar verður samþykkt hefur mikilvægum áfanga verið náð í baráttunni um raunverulegt trúfrelsi á Íslandi. Eins og við höfum áður bent á hér á Skoðun þá er alls ekki raunverulegt trúfrelsi hér á landi. Óviðeigandi ríkisafskipti …

Aðskiljum ríki og kirkju

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Krafan um aðskilnað ríkis og kirkju er eitt mikilvægasta réttlætismál okkar tíma. Trú- og skoðanafrelsi manna er ógnað með ríkisrekinni þjóðkirkju og því ber að aðskilja ríki og kirkju strax. Skoðanakannanir hafa margoft sýnt fram á að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Þrátt fyrir það veigra stjórnmálamenn sér við að ræða málið. Hvað er að því að …

Menntamálaráðherra, trú og kennsla

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Það kemur mér sífellt á óvart hve menntamálaráðherrann okkar, hann Björn Bjarnarson, er með úreltar hugmyndir um menntun. Við lestur á viðtali við Björn í Morgunblaðinu í gær, þar sem hann ræddi um nýja aðalnámskrá fyrir grunn-og framhaldsskóla, hjó ég sérstaklega eftir tveim atriðum í máli hans sem ég vill gera athugasemdir við. Í fyrsta lagi telur Björn að Kennaraháskóli …

Trúarmiðstýringu fagnað

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Síðastliðinn sunnudag hófst hin svokallaða kristnitökuhátíð með guðsþjónustu á Laugardagsvellinum. Undirritaður vonar að almenningur gleymi ekki, í öllum fagnaðarlátunum, að íhuga hverju er verið að fagna og hvers vegna. Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að ekki er mikil ástæða til kostnaðarsamra fagnaðarláta. Þúsund ár eru vissulega liðin frá því að kristni var lögfest hér á landi en hvort …