Játning fábjána

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég hef oft gagnrýnt listamannalaun og ríkismenningu almennt á þessum síðum. Fá umræðuefni hafa vakið upp jafn sterk viðbrögð. Persónulegar árásir eru ekki óalgengar þegar rætt er um afskipti ríkisins af menningarneyslu borgaranna.  Ég minnist þess þó ekki að hafa verið kallaður fábjáni áður. Þráinn Bertelsson þing- og gáfumaður bætti heldur betur úr því í viðtali á Bylgjunni í morgun. …

Heiðurslaun sjálfboðaliða

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Fyrirbrigðið „heiðurslaun listamanna“ er ágætt dæmi um ónauðsynleg og óréttlát umsvif ríkisvaldsins. Fámennur hópur þingmanna sem situr í fjárlaganefnd ákveður hvaða listamenn eiga að fá 150 þúsund krónur á mánuði úr pyngju skattgreiðenda fyrir það eitt að stunda áhugamál sitt. Þar sem enginn er neyddur til þess að gerast listamaður er álíka viturlegt að veita listamönnum föst ríkislaun og að …

Andstæðingar frelsisins

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Það vantar ekki dramatíkina hjá sumum frjálshyggjumönnum þegar þeir setjast niður við skrif. Í ágætri grein sem er birt á frelsi.is í dag er kvartað yfir afskiptum ríkisins af menningu. Nú er sá sem þetta skrifar í meginatriðum sammála frelsispennanum. Ríkið á ekki að skipta sér af menningu með beinum hætti. Enda óskiljanlegt að ríkisvaldið þurfi að vera með puttana …

Heiðurslaun listamanna

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Það eru engin takmörk fyrir því hvað stjórnvöld hafa gaman að því eyða peningum landsmanna í gæluverkefni. Heiðurslaun listamanna eru þar gott dæmi. Á næsta ári munu 25 listamenn verða fastir áskrifendur að peningum landsmanna og fær hver þeirra 1,6 milljónir á ári fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Af hverju eru ekki til heiðurslaun vefpenna sem eru á …

Rökrætt um ríkismenningu

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Ég mætti Kolbeini Óttarssyni Proppé alltof snemma í einkarekna sjónvarpsþættinum Ísland i bítið í morgun til að ræða þá „mikilvægu skyldu“ ríkisins að bjóða landsmönnum upp á Sex and the City og aðrar sápuóperur. Eins og fyrr vorum við Kolbeinn ósammála um hvert hlutverk ríkisins eigi að vera í menningarlífi landsmanna en sammála vorum við þó um eitt. Það er …

Eru Múrverjar frjálshyggjumenn?

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Múrverjar voru fljótir að bregðast við pistli mínum um ríkisfjölmiðla sem birtist hér á Skoðun á fimmtudaginn. Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur ýmislegt að athuga við þá skoðun mína að það sé ekki hlutverk ríkisvaldsins að sjá almenningi fyrir afþreyingu en lætur þó vera að rökstyðja málstað sinn með málefnalegum rökum. Í stað þess að ræða málið af yfirvegun og út …

Seljum ríkisfjölmiðlana

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Þykir hinum almenna skattgreiðanda það virkilega eðlilegt að skattarnir okkar fari í það að greiða fyrir sápuóperur og skemmtiefni á borð við: That 70’s Show, Star Trek: Enterprise, 8 Simple Rules for Dating My Teenage Daughter, Without a Trace, Ali G in USA, Sex and the City, The Sopranos, Þýska fótboltann, Fashion Rocks, Markaregn, Monarch of the Glen, Scrubs, Alias, …

Ríkishljómsveit Íslands

Sigurður Hólm GunnarssonHugsað upphátt

Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fór mikinn í Íslandi í bítið á Stöð 2 í morgun. Þegar Eiríkur Hjálmarsson, annar stjórnandi þáttarins, vakti athygli á því að það væru ekki endilega allir þeirrar skoðunar að ríkið ætti að reka sinfóníuhljómsveit var eins og einhver æð hefði sprungið í hausnum á Þresti. ,,Einhverjir vilja líka fá Hitler til baka,“ sagði hann …