Upphafning heimsku og hroka

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

24/02/2014

24. 2. 2014

Ég hef verulegar áhyggjur af því hversu margir virðast ánægðir með framgöngu þingmanna og ráðherra sem reglulega blaðra út í loftið af vanþekkingu og hroka. Til er fólk sem klappar fyrir Sigmundi Davíð í hvert sinn sem hann sakar alla sem leyfa sér að gagnrýna hann um misskilning og árásir. Til er fólk sem klappar […]

philosophy_questionÉg hef verulegar áhyggjur af því hversu margir virðast ánægðir með framgöngu þingmanna og ráðherra sem reglulega blaðra út í loftið af vanþekkingu og hroka.

Til er fólk sem klappar fyrir Sigmundi Davíð í hvert sinn sem hann sakar alla sem leyfa sér að gagnrýna hann um misskilning og árásir. Til er fólk sem klappar fyrir Vigdísi Hauksdóttir í hvert sinn sem hún fer með „rangsannindi“ og þvaður í fjölmiðlum.

Til er fólk sem klappar fyrir því þegar Bjarni Ben svíkur kosningaloforð og réttlætir það með rökleysum. Og til er fólk sem klappar þegar talsmenn ógreiddra atkvæða berjast gegn því að almenningur fái að kjósa um áframhald aðildaviðræðna við ESB.

Margir gefa kjánum plús í kladdann fyrir að vita lítið og jafnvel ekkert um útlönd, hagfræði, sagnfræði og grunnreglur rökfræðinnar. Það virðist ekki skipta alla máli þegar þingmenn og ráðherrar fullyrða út í bláinn, fara með staðleysur, segja vísvitandi ósatt eða eru hreinlega dónalegir í samskiptum. Það eina sem skiptir máli er að vinna andstæðinginn. Með látum og ofbeldi í krafti valds og þingmeirihluta. Þetta er ógeðslegt samfélag.

Það er sannarlega mikilvægt að fólk hafi ólíkar skoðanir og að því sé frjálst að tjá þær. Að sama skapi er óviðunandi þegar valdafólk í samfélaginu getur ekki farið rétt með staðreyndir. Það er hættulegt þegar valdamikið fólk getur ekki fjallað um mikilvæg mál í röklegu samhengi og af lágmarks þekkingu. Þegar talsmenn stjórnvalda tala reglulega af meiri vanþekkingu en hægt er að reikna með frá 10 ára barni er lýðræðið einfaldlega í hættu.

Þessari upphafningu á heimsku og hroka verður að linna. Við, almennir borgarar og kjósendur, eigum ekki að láta bjóða okkur svona vitleysu áfram.

Skrifið undir hér er ef þið viljið EKKI að stjórnvöld slíti aðildarviðræðum að ESB:

Aðrar greinar um ESB:

Deildu