ESB umræða í 23 ár! – Má ég taka upplýsta ákvörðun?

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

15/01/2013

15. 1. 2013

Fyrir tæpum fimm árum skrifaði ég grein þar sem ég benti á að umræðan um ESB væri búin að taka 18 ár. 18 löng ár! Ég benti á að það væri kominn tími til að sækja um aðild. Af hverju? Vegna þess að aðeins fullkláraðir samningar að loknu umsóknarferli geta gefið okkur kjósendum raunsæjar upplýsingar […]

EvrópusambandiðFyrir tæpum fimm árum skrifaði ég grein þar sem ég benti á að umræðan um ESB væri búin að taka 18 ár. 18 löng ár! Ég benti á að það væri kominn tími til að sækja um aðild. Af hverju? Vegna þess að aðeins fullkláraðir samningar að loknu umsóknarferli geta gefið okkur kjósendum raunsæjar upplýsingar til að meta hvort staða okkar yrði betri innan eða utan sambandsins. Loksins var svo sótt um og loksins gat maður átt von á því að fá að taka upplýsta ákvörðun. Loksins.  En nei. Nú eru stjórnmálaflokkarnir komnir í kosningaham og þá á að hægja á aðildarumsókninni. Jafnvel hætta við eða kjósa um hvort klára eigi umsóknarferlið. Þvílík endemis vitleysa.

Getum við ekki, í nafni geðheilsu þjóðarinnar, klárað þessa blessuðu aðildarviðræður og tekið síðan upplýsta lýðræðislega ákvörðun? Ég er núna búinn að hlusta á stjórnmálamenn og hagsmunaöfl í næstum aldarfjórðung fullyrða út í loftið hvaða samningar séu mögulegir. Hættum að hlusta á hagsmunaaðila. Klárum þetta ferli og kjósum svo.

Eins og staðan er í dag hef ég ekki hugmynd um hvort ég myndi segja já eða nei við inngöngu í Evrópusambandið. Það eina sem ég veit er að ég get ekki tekið ákvörðun án þess að sjá hvaða samningur er í boði. Ég veit reyndar annað. Geðheilsa mín leyfir ekki mörg ár í viðbót af þvaðri um þetta mál.

Aðrar greinar um ESB:

Deildu